Erlent

Grikkir endurtaka þingkosningar

mynd/AFP
Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný.

Stjórnmálaflokkar sem andvígir eru niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum 6. maí síðastliðinn - þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn og eru stjórnarmyndunarviðræður sagðar hafa runnið út í sandinn í dag.

Grikkir neyðast því til að endurtaka þingkosningarnar en þær munu fara 10. eða 17. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×