Páskabrella súkkulaðiforstjórans Helgi Magnússon skrifar 3. mars 2012 06:00 Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun