Páskabrella súkkulaðiforstjórans Helgi Magnússon skrifar 3. mars 2012 06:00 Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Auðmaður úr Hafnarfirði, Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við eitt af fyrirtækjum sínum, sælgætis- og páskaeggjagerðina Góu, birti í vikunni opnuauglýsingar í dagblöðum. Þar ræðst hann á lágkúrulegan hátt að lífeyrissjóðum landsmanna, einkum þó Lífeyrissjóði verslunarmanna og framkvæmdastjóra hans. Hann hefur oft áður gert atlögur að lífeyrissjóðunum – og gjarnan í aðdraganda páskanna. Þessi vorboði segir okkur að nú sé stutt í páska og sala á páskaeggjum í aðsigi. Það er ekki annað hægt en að gruna þennan athafnamann um þá græsku að ætla með einkennilegum málflutningi sínum um lífeyrissjóði að vekja athygli á sér og páskaeggjaframleiðslu sinni í enn eitt skiptið. Þessi aðferð Góuforstjórans er óttalegur dónaskapur við fólkið í landinu og fjölmiðla. Með þessari háttsemi sinni er hann að ætla okkur það að við séum svo grunnhyggin að við sjáum ekki í gegnum markaðsbrellur. Það er verið að freista þess að vekja athygli á framleiðsluvörum Góu þegar páskaeggjakauptíðin fer í hönd. Sem betur fer erum við neytendur ekki svo einfaldir að við látum plata okkur með slíkum hætti. Áralangar útistöðurHelgi Vilhjálmsson hefur um árabil átt í útistöðum við lífeyrissjóðina og m.a. haldið því fram að sjóðirnir ættu að standa fyrir framkvæmdum sem þeim er engan veginn heimilt að sinna og væru lögbrot. Þar er m.a. átt við áralangt tal hans um að sjóðirnir ættu að reisa hjúkrunar- eða dvalarheimili fyrir aldraða. Honum hefur ítrekað verið bent á að slíkar framkvæmdir eru ekki í verkahring lífeyrissjóðanna, samkvæmt núgildandi lögum, enda hafa þeir engar heimildir til þess. Helgi skilur þetta alveg en hann velur að halda áfram einkennilegum málflutningi sínum til að vekja athygli á sér og fyrirtækjum sínum. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar tekið þátt í fjármögnun slíkra verkefna með kaupum á skuldabréfum sem hafa gert réttum aðilum kleift að koma verkefnunum í höfn. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur m.a. komið að fjármögnun af því tagi með öðrum lífeyrissjóðum. Umhyggja?Á Helga Vilhjálmssyni hefur mátt skilja að hann bæri sérstaka umhyggju fyrir sjóðfélögum og talið sig vera að ráða þeim heilt með því að hvetja þá til að greiða ekki í sjóðina þrátt fyrir skýrar lagaskyldur þar um. Ég verð því miður að efast um heilindi hans í þessum efnum. Sá grunur læðist að manni að umhyggja hans beinist einkum að eigin rekstri og tekjuöflun þar sem einskis er svifist til að vekja á sér athygli. Nú gerir hann að sérstöku umtalsefni að framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa bifreið til afnota samkvæmt starfssamningi eins og algengt er hjá helstu yfirmönnum víða í fyrirtækjum og stofnunum. Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa afnot af bifreiðum. Ég er viss um að Helgi Vilhjálmsson er svo reyndur í íslensku viðskiptalífi að honum sé fullkunnugt um það. En vonandi gleður það súkkulaðiforstjórann og alla aðra löghlýðna borgara að framkvæmdastjóri sjóðsins greiðir fulla skatta af þessum hlunnindum eins og mælt er fyrir um í skattalögum. Mér leiðist að þurfa að svara Helga Vilhjálmssyni vegna þessa máls því ég ber virðingu fyrir mörgu sem hann hefur gert vel í á löngum ferli. Hann er einn af þeim duglegu Íslendingum sem brotist hafa áfram af eljusemi og krafti og komið sér vel fyrir í veraldlegum efnum. En það er hins vegar leitt þegar auðlegð fyllir menn hroka og ranghugmyndum sem leiða til þess að þeir telji sig þess umkomna að ráðast gegn öðrum með rakalausum áróðri og svívirðingum – ár eftir ár – og jafnan undir yfirskini umhyggju fyrir fólki. Við hljótum að sjá í gegnum vinnubrögð af þessu tagi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar