Spánverjar standa ekki við loforðin 3. mars 2012 03:30 Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sem nú fer með formennsku í ráði Evrópusambandsins, undirritar samning um fjármálabandalag. Angela Merkel Þýskalandskanslari bíður eftir að röðin komi að sér. nordicphotos/AFP Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu. Endanlegri ákvörðun um greiðslu til Grikklands var frestað fram á fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins í næstu viku, þegar samningar um niðurfellingu banka á skuldum gríska ríkisins verða frágengnir. Þá hafa 25 af 27 ríkjum Evrópusambandsins tekið ákvörðun um stofnun fjármálabandalags, sem á að tryggja aga í fjárlagagerð ríkjanna. Auk Breta ákváðu Tékkar að standa utan við bandalagið. Þessar ákvarðanir voru teknar á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Á sama tíma bárust hins vegar þær fréttir frá Spáni að fjárlagahallinn þar verði í ár 5,8 prósent, sem er 1,4 prósentustigum hærri spænsk stjórnvöld höfðu lofað Evrópusambandinu. „Ég ráðgaðist ekkert við leiðtoga Evrópusambandsins en mun tilkynna framkvæmdastjórninni þetta í apríl,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. „Þetta er fullveldisákvörðun af hálfu Spánar.“ Hann sagði reyndar stefnt að koma fjárlagahallanum niður í þrjú prósent á næsta ári, sem verður þá í samræmi við áætlun Evrópusambandsins. Hann vildi jafnframt fullvissa alla um að hann stæði eftir sem áður við áform um strangt aðhald í ríkisfjármálum. Spánverjar höfðu óskað eftir því við Evrópusambandið að mega fara eitthvað yfir 4,4 prósenta halla, en fengu ekki jákvæð svör. Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu áherslu á það í gær að nú þegar fjármálabandalagið er orðið að veruleika og nokkurn veginn búið að ganga frá björgunarpakka handa Grikkjum, þá þurfi að fara að huga af alvöru að því að auka hagvöxt á evrusvæðinu. Ágreiningurinn við Spán sýnir hins vegar vel þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, að þurfa að minnka skuldasúpu evruríkjanna en um leið örva hagvöxtinn til að geta staðið undir niðurgreiðslu þessara sömu skulda. „Við erum í viðkvæmri stöðu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari. „Kreppan er engan veginn búin.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu. Endanlegri ákvörðun um greiðslu til Grikklands var frestað fram á fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins í næstu viku, þegar samningar um niðurfellingu banka á skuldum gríska ríkisins verða frágengnir. Þá hafa 25 af 27 ríkjum Evrópusambandsins tekið ákvörðun um stofnun fjármálabandalags, sem á að tryggja aga í fjárlagagerð ríkjanna. Auk Breta ákváðu Tékkar að standa utan við bandalagið. Þessar ákvarðanir voru teknar á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Á sama tíma bárust hins vegar þær fréttir frá Spáni að fjárlagahallinn þar verði í ár 5,8 prósent, sem er 1,4 prósentustigum hærri spænsk stjórnvöld höfðu lofað Evrópusambandinu. „Ég ráðgaðist ekkert við leiðtoga Evrópusambandsins en mun tilkynna framkvæmdastjórninni þetta í apríl,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. „Þetta er fullveldisákvörðun af hálfu Spánar.“ Hann sagði reyndar stefnt að koma fjárlagahallanum niður í þrjú prósent á næsta ári, sem verður þá í samræmi við áætlun Evrópusambandsins. Hann vildi jafnframt fullvissa alla um að hann stæði eftir sem áður við áform um strangt aðhald í ríkisfjármálum. Spánverjar höfðu óskað eftir því við Evrópusambandið að mega fara eitthvað yfir 4,4 prósenta halla, en fengu ekki jákvæð svör. Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu áherslu á það í gær að nú þegar fjármálabandalagið er orðið að veruleika og nokkurn veginn búið að ganga frá björgunarpakka handa Grikkjum, þá þurfi að fara að huga af alvöru að því að auka hagvöxt á evrusvæðinu. Ágreiningurinn við Spán sýnir hins vegar vel þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, að þurfa að minnka skuldasúpu evruríkjanna en um leið örva hagvöxtinn til að geta staðið undir niðurgreiðslu þessara sömu skulda. „Við erum í viðkvæmri stöðu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari. „Kreppan er engan veginn búin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira