Samráð um byggingarmál skilar árangri Björn Karlsson skrifar 12. desember 2012 06:00 Í febrúar síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglugerð, en jafnframt var sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar, með vissum skilyrðum, fram til 1. janúar 2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra lýsti því yfir að þessi tími fram að áramótum yrði notaður til umræðu og samráðs við hagsmunaaðila með það að markmiði að breytingar yrðu gerðar á nýju reglugerðinni nú í árslok. Í ljósi þess mikla og lærdómsríka samráðs sem farið hefur fram hefur verið ákveðið að endurskoða viss ákvæði nýrrar byggingarreglugerðar, sérstaklega ákvæði um aukna orkunýtingu bygginga. Þannig hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ýmsa hagsmunaaðila, að kröfur um einangrun byggingarhluta verði sem næst þær sömu og voru í gömlu byggingarreglugerðinni. Vonast var til þess að samstarfið undanfarið ár myndi leiða til samstöðu um orkunýtingu, en enn eru skoðanir mjög skiptar um þetta.Sérfræðingar ósammála Það er óumdeilanlegt að við Íslendingar verðum að huga vel að orkuauðlindum okkar og þar skiptir orkunýting við húshitun miklu máli. Á meðan kröfur um orkunýtingu hafa margfaldast í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár hafa íslensku kröfurnar að mestu staðið í stað síðastliðin 15 ár. Hús sem byggð eru nú munu að öllum líkindum standa í 100 eða 200 ár og því er mikilvægt að horfa til framtíðar hvað orkunýtingu bygginga varðar. Íslendingar hafa þó mikla sérstöðu miðað við nágrannaríkin; við eigum sjálfbærar orkulindir og orkuverð er tiltölulega lágt. Því er mikilvægt að fram fari faglegar rannsóknir á þróun orkuverðs til húshitunar, kostnaði við aukna einangrun og kostnaði við aukna nýtingu og frekari virkjun heita vatnsins. Þannig skapast góður grundvöllur til framtíðar stefnumótunar um orkunýtingu til húshitunar. Jafnframt verður haldið áfram því góða samstarfi sem Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, fagfélög arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræðinga og byggingarfulltrúa hafa haft undanfarið ár. Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygginga“ verði haldið á Grand Hóteli 25. janúar á næsta ári. Þannig verður umræðum um einangrun byggingarhluta og „íslenska vegginn“ (steyptur veggur, einangraður að innan) haldið áfram, en um þetta eru skoðanir mjög skiptar. Og þótt umræðan geti verið óvægin er vonast til að hún leiði til aukins skilnings og samstöðu um einangrun bygginga. Einnig verður ákvæðum um rýmisstærðir breytt. Breytingarnar veita hönnuðum og arkitektum meiri sveigjanleika til að ná markmiðum um minni íbúðir, um leið og hugað er að grundvallaratriðum um aðgengi fyrir alla.Óverulegur kostnaðarauki Samtök iðnaðarins og Búseti létu greina kostnað við að byggja dæmigert þriggja hæða fjölbýlishús, steinsteypt og einangrað að innan. Niðurstaðan var sú að kostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu og fleira. Annar óháður aðili, Verkfræðistofan Mannvit, hefur rýnt þessa kostnaðargreiningu. Niðurstaða Mannvits er að kostnaðaraukinn yrði um 2,2-3,1%, en ekki 9,6%. Með ákvörðun ráðherra um að falla frá auknum einangrunarkröfum telur Verkfræðistofan Mannvit að kostnaðarauki við byggingu þessa fjölbýlishúss vegna nýrrar (og endurskoðaðrar) reglugerðar verði mjög óverulegur, eða um 0,35%. Starfsmenn Mannvirkjastofnunar vona að áframhaldandi samstarf og samráð helstu hagsmunaaðila þessa málaflokks leiði til aukins skilnings og samstöðu um helstu álitamál. Með því tekst vonandi að þróa áfram regluverk byggingariðnaðarins þannig að það skili samfélaginu góðum og hagkvæmum byggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í febrúar síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglugerð, en jafnframt var sett bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar, með vissum skilyrðum, fram til 1. janúar 2013. Umhverfis- og auðlindaráðherra lýsti því yfir að þessi tími fram að áramótum yrði notaður til umræðu og samráðs við hagsmunaaðila með það að markmiði að breytingar yrðu gerðar á nýju reglugerðinni nú í árslok. Í ljósi þess mikla og lærdómsríka samráðs sem farið hefur fram hefur verið ákveðið að endurskoða viss ákvæði nýrrar byggingarreglugerðar, sérstaklega ákvæði um aukna orkunýtingu bygginga. Þannig hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ýmsa hagsmunaaðila, að kröfur um einangrun byggingarhluta verði sem næst þær sömu og voru í gömlu byggingarreglugerðinni. Vonast var til þess að samstarfið undanfarið ár myndi leiða til samstöðu um orkunýtingu, en enn eru skoðanir mjög skiptar um þetta.Sérfræðingar ósammála Það er óumdeilanlegt að við Íslendingar verðum að huga vel að orkuauðlindum okkar og þar skiptir orkunýting við húshitun miklu máli. Á meðan kröfur um orkunýtingu hafa margfaldast í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár hafa íslensku kröfurnar að mestu staðið í stað síðastliðin 15 ár. Hús sem byggð eru nú munu að öllum líkindum standa í 100 eða 200 ár og því er mikilvægt að horfa til framtíðar hvað orkunýtingu bygginga varðar. Íslendingar hafa þó mikla sérstöðu miðað við nágrannaríkin; við eigum sjálfbærar orkulindir og orkuverð er tiltölulega lágt. Því er mikilvægt að fram fari faglegar rannsóknir á þróun orkuverðs til húshitunar, kostnaði við aukna einangrun og kostnaði við aukna nýtingu og frekari virkjun heita vatnsins. Þannig skapast góður grundvöllur til framtíðar stefnumótunar um orkunýtingu til húshitunar. Jafnframt verður haldið áfram því góða samstarfi sem Mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga, fagfélög arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræðinga og byggingarfulltrúa hafa haft undanfarið ár. Þessir aðilar hafa ákveðið að málþing um „Hjúp bygginga“ verði haldið á Grand Hóteli 25. janúar á næsta ári. Þannig verður umræðum um einangrun byggingarhluta og „íslenska vegginn“ (steyptur veggur, einangraður að innan) haldið áfram, en um þetta eru skoðanir mjög skiptar. Og þótt umræðan geti verið óvægin er vonast til að hún leiði til aukins skilnings og samstöðu um einangrun bygginga. Einnig verður ákvæðum um rýmisstærðir breytt. Breytingarnar veita hönnuðum og arkitektum meiri sveigjanleika til að ná markmiðum um minni íbúðir, um leið og hugað er að grundvallaratriðum um aðgengi fyrir alla.Óverulegur kostnaðarauki Samtök iðnaðarins og Búseti létu greina kostnað við að byggja dæmigert þriggja hæða fjölbýlishús, steinsteypt og einangrað að innan. Niðurstaðan var sú að kostnaður við sambærilegt mannvirki hækki um 9,6% að lágmarki vegna aukinna krafna í nýrri byggingarreglugerð um einangrun, stækkun rýma, loftræstingu og fleira. Annar óháður aðili, Verkfræðistofan Mannvit, hefur rýnt þessa kostnaðargreiningu. Niðurstaða Mannvits er að kostnaðaraukinn yrði um 2,2-3,1%, en ekki 9,6%. Með ákvörðun ráðherra um að falla frá auknum einangrunarkröfum telur Verkfræðistofan Mannvit að kostnaðarauki við byggingu þessa fjölbýlishúss vegna nýrrar (og endurskoðaðrar) reglugerðar verði mjög óverulegur, eða um 0,35%. Starfsmenn Mannvirkjastofnunar vona að áframhaldandi samstarf og samráð helstu hagsmunaaðila þessa málaflokks leiði til aukins skilnings og samstöðu um helstu álitamál. Með því tekst vonandi að þróa áfram regluverk byggingariðnaðarins þannig að það skili samfélaginu góðum og hagkvæmum byggingum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar