Góðar ábendingar frá McKinsey Valdimar Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Nýbirt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um framtíðarmöguleika íslensks hagkerfis er holl lesning enda eru þar fjölmargar gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara. Þó að almennt séð megi segja að innviðir á Íslandi leggi grunn að miklum lífsgæðum eru líka veikleikar til staðar. Til að mynda kemur fram að of mikill mannafli, vinnutími og fjármunir eru bundnir í fjármála- og verslunargeiranum samanborið við nágrannalönd. Þannig er sláandi að sjá hversu margir fermetrar fara undir verslunarhúsnæði. Þegar kemur að auðlindanýtingu er ljóst að nauðsynlegt er að fá hærra verð fyrir orkuauðlindir. Ánægjulegt er að sjá staðfest að sjávarútvegurinn stendur sterkt og framleiðni þar er góð að mati skýrsluhöfunda. Ferðaþjónustan þarf svo að einbeita sér að frekari virðisaukningu fremur en eingöngu að fjölga ferðamönnum. Lægra vöruverð mögulegt?Eftir lestur skýrslunnar er rökrétt að velta fyrir sér hvort vöruverð á mörgum sviðum gæti lækkað ef minni fjármunir væru bundnir í verslun. Eru ekki allt of margir fermetrar bundnir í smásölugeiranum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju er afgreiðslutími verslana á Íslandi miklu lengri en hjá hinum norrænu ríkjunum? Hvers vegna allar þessar stóru búðir og verslunarmiðstöðvar? Ein skýring á háu vöruverði hér á landi er augljóslega það mikla fjármagn sem bundið er í verslunarhúsnæði. Ef Ísland væri nær veruleikanum á Norðurlöndunum í þessum efnum gæti vöruverð að öllum líkindum verið talsvert lægra. Lægri vextirUmfjöllun McKinsey um fjármálageirann vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er ekki mögulegt að vaxtakostnaður til fyrirtækja og einstaklinga geti lækkað töluvert ef starfsmannafjöldi, útibú og kostnaður þar með, yrði nær því sem tíðkast í nágrannalöndum? Svarið er líklega; jú. Vissulega hefur endurskipulagning á fjármálum fyrirtækja og einstaklinga verið mannaflsfrek en á móti hefur útlánastarfsemin verið rýr. Eftir stendur að kostnaður í fjármálakerfinu er hár í samanburði við nágrannalönd samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar. Færra bankafólk – fleiri tæknimenntaðirEin ályktun sem draga má af lestri skýrslunnar er sú hvort margt af því ágæta starfsfólki sem starfar í fjármála- og verslunargeiranum væri betur komið í ýmiss konar gjaldeyrisskapandi geirum. Ef það gerðist er líklegt að verðmætasköpun tengd alþjóðavæðingu myndi aukast – það er í takt við vonir og óskir skýrsluhöfunda. Vitaskuld gerist þetta ekki á einni nóttu og sennilega þarf þá líka að auka áherslu á iðn-, tækni- og verkfræðigreinar í menntakerfinu. Sérfræðingar McKinsey vilja að skipaður verði hópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og hagsmunaaðila til að koma þessum hugmyndum í framkvæmd. Allt eru þetta góðar ábendingar og vel fram settar og ástæða til að taka vel í hugmynd um samráðsvettvang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nýbirt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um framtíðarmöguleika íslensks hagkerfis er holl lesning enda eru þar fjölmargar gagnlegar ábendingar um það sem betur má fara. Þó að almennt séð megi segja að innviðir á Íslandi leggi grunn að miklum lífsgæðum eru líka veikleikar til staðar. Til að mynda kemur fram að of mikill mannafli, vinnutími og fjármunir eru bundnir í fjármála- og verslunargeiranum samanborið við nágrannalönd. Þannig er sláandi að sjá hversu margir fermetrar fara undir verslunarhúsnæði. Þegar kemur að auðlindanýtingu er ljóst að nauðsynlegt er að fá hærra verð fyrir orkuauðlindir. Ánægjulegt er að sjá staðfest að sjávarútvegurinn stendur sterkt og framleiðni þar er góð að mati skýrsluhöfunda. Ferðaþjónustan þarf svo að einbeita sér að frekari virðisaukningu fremur en eingöngu að fjölga ferðamönnum. Lægra vöruverð mögulegt?Eftir lestur skýrslunnar er rökrétt að velta fyrir sér hvort vöruverð á mörgum sviðum gæti lækkað ef minni fjármunir væru bundnir í verslun. Eru ekki allt of margir fermetrar bundnir í smásölugeiranum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju er afgreiðslutími verslana á Íslandi miklu lengri en hjá hinum norrænu ríkjunum? Hvers vegna allar þessar stóru búðir og verslunarmiðstöðvar? Ein skýring á háu vöruverði hér á landi er augljóslega það mikla fjármagn sem bundið er í verslunarhúsnæði. Ef Ísland væri nær veruleikanum á Norðurlöndunum í þessum efnum gæti vöruverð að öllum líkindum verið talsvert lægra. Lægri vextirUmfjöllun McKinsey um fjármálageirann vekur upp spurningar um hagkvæmni. Er ekki mögulegt að vaxtakostnaður til fyrirtækja og einstaklinga geti lækkað töluvert ef starfsmannafjöldi, útibú og kostnaður þar með, yrði nær því sem tíðkast í nágrannalöndum? Svarið er líklega; jú. Vissulega hefur endurskipulagning á fjármálum fyrirtækja og einstaklinga verið mannaflsfrek en á móti hefur útlánastarfsemin verið rýr. Eftir stendur að kostnaður í fjármálakerfinu er hár í samanburði við nágrannalönd samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar. Færra bankafólk – fleiri tæknimenntaðirEin ályktun sem draga má af lestri skýrslunnar er sú hvort margt af því ágæta starfsfólki sem starfar í fjármála- og verslunargeiranum væri betur komið í ýmiss konar gjaldeyrisskapandi geirum. Ef það gerðist er líklegt að verðmætasköpun tengd alþjóðavæðingu myndi aukast – það er í takt við vonir og óskir skýrsluhöfunda. Vitaskuld gerist þetta ekki á einni nóttu og sennilega þarf þá líka að auka áherslu á iðn-, tækni- og verkfræðigreinar í menntakerfinu. Sérfræðingar McKinsey vilja að skipaður verði hópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og hagsmunaaðila til að koma þessum hugmyndum í framkvæmd. Allt eru þetta góðar ábendingar og vel fram settar og ástæða til að taka vel í hugmynd um samráðsvettvang.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun