Blóðpeningar.is Óðinn Sigþórsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Menn afla sér peninga með ýmsum hætti. Langflestir stunda heilbrigða atvinnustarfsemi sem gagnast þeim sjálfum og þá ekki síður þeim sem hjá þeim vinna og þjóðfélaginu öllu. Það köllum við atvinnuvegi landsins. Aðrir brjóta lög og reglur samfélagsins til að afla fjár. Þeir tilheyra gjarnan undirheimum þjóðfélagsins og eru ekki hluti af atvinnulífinu. Svo eru enn aðrir sem stunda atvinnustarfsemi sem lög ná ekki yfir en samræmist ekki vitund okkar sem viljum siðað þjóðfélag. Undir þennan flokk vil ég fella svokölluð smálánafyrirtæki sem bjóða lán á okurvöxtum. Það er langt handan eðlilegra viðskiptahátta að á Íslandi skuli vera opinberlega boðið upp á lánveitingu gegn vöxtum sem eiga sér varla aðra samsvörun hvað vaxtakjör varðar en þegar innheimtir eru vextir á fíkniefnaskuldir í þeim ógeðfellda heimi. Á heimasíðu smálánafyrirtækis er tafla yfir þau vaxtakjör sem í boði eru. Þar eru ársvextir vegna smálána á vegum þess tilgreindir frá 390,9% þeir lægstu, en allt upp í 657,0% þeir hæstu. Þessi fjárplógsstarfsemi lýtur hvorki gildandi lögum um fjármálafyrirtæki, þar sem smálánafyrirtækin lána fyrir eigin reikning, eða lögum um neytendalán vegna þess hve lánstíminn er skammur. Markhópur þessara aðila er unga fólkið okkar. Þú bara skráir þig og svo bíða þeir eftir að þú sendir þeim sms og þá renna blóðpeningarnir inn á reikninginn samstundis. Einfalt, auðvelt og freistandi. Hagur lánveitandans er augljós. Ef þú getur ekki borgað að fullu þá er ekkert vandamál að slá lán ofan á lán. Engir lánasamningar eru undirritaðir og engin athugun er gerð á því hvort lántakinn sé fyllilega meðvitaður um afleiðingar lántökunnar eða hvort hann sé borgunarmaður fyrir skuldinni. Ég held að það dytti t.d. engum bankastarfsmanni í hug að veita drukknum einstaklingi lán. En það gerist þarna. Afleiðingarnar af þessari starfsemi hafa verið skelfilegar í nágrannalöndum okkar þar sem nokkur reynsla er komin á. Fjölmörg ungmenni hafa tapað fjárhagslegu sjálfstæði sínu í viðskiptum við þessi „fyrirtæki“. Þetta má ekki gerast hér á Íslandi líka. Fyrrverandi efnahagsráðherra, Árni Páll Árnason, sá þessa hættu og lýsti því yfir að hann vildi beita sér fyrir löggjöf sem setur þessari ógeðfelldu starfsemi lagaumgjörð. Því miður entist hann ekki í embætti til að koma því í verk. Nú vil ég skora á alþingismenn að taka sér í hár og lyfta höfði upp úr dægurþrasinu. Þarna er verk að vinna og það strax áður en illa fer. Brýn nauðsyn er á löggjöf sem heimilar ekki óbreytta starfsemi af þessu tagi. Sú löggjöf verður að fela í sér tvennt. Að þessum aðilum verði óheimilt að gera lánasamninga sem ekki eru skriflegir, og hitt að lánveitingar fari ekki fram utan opnunartíma fyrirtækjanna. Skítt með allar tilskipanir ESB í þessum efnum. Framtíð fjölmargra íslenskra ungmenna skiptir hér öllu máli. Fjarvera Talsmanns neytenda í þessu máli er illskiljanleg enda þótt hann hafi verið utan þjónustusvæðis vegna anna sinna undanfarið eins og alþjóð hefur séð og heyrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Menn afla sér peninga með ýmsum hætti. Langflestir stunda heilbrigða atvinnustarfsemi sem gagnast þeim sjálfum og þá ekki síður þeim sem hjá þeim vinna og þjóðfélaginu öllu. Það köllum við atvinnuvegi landsins. Aðrir brjóta lög og reglur samfélagsins til að afla fjár. Þeir tilheyra gjarnan undirheimum þjóðfélagsins og eru ekki hluti af atvinnulífinu. Svo eru enn aðrir sem stunda atvinnustarfsemi sem lög ná ekki yfir en samræmist ekki vitund okkar sem viljum siðað þjóðfélag. Undir þennan flokk vil ég fella svokölluð smálánafyrirtæki sem bjóða lán á okurvöxtum. Það er langt handan eðlilegra viðskiptahátta að á Íslandi skuli vera opinberlega boðið upp á lánveitingu gegn vöxtum sem eiga sér varla aðra samsvörun hvað vaxtakjör varðar en þegar innheimtir eru vextir á fíkniefnaskuldir í þeim ógeðfellda heimi. Á heimasíðu smálánafyrirtækis er tafla yfir þau vaxtakjör sem í boði eru. Þar eru ársvextir vegna smálána á vegum þess tilgreindir frá 390,9% þeir lægstu, en allt upp í 657,0% þeir hæstu. Þessi fjárplógsstarfsemi lýtur hvorki gildandi lögum um fjármálafyrirtæki, þar sem smálánafyrirtækin lána fyrir eigin reikning, eða lögum um neytendalán vegna þess hve lánstíminn er skammur. Markhópur þessara aðila er unga fólkið okkar. Þú bara skráir þig og svo bíða þeir eftir að þú sendir þeim sms og þá renna blóðpeningarnir inn á reikninginn samstundis. Einfalt, auðvelt og freistandi. Hagur lánveitandans er augljós. Ef þú getur ekki borgað að fullu þá er ekkert vandamál að slá lán ofan á lán. Engir lánasamningar eru undirritaðir og engin athugun er gerð á því hvort lántakinn sé fyllilega meðvitaður um afleiðingar lántökunnar eða hvort hann sé borgunarmaður fyrir skuldinni. Ég held að það dytti t.d. engum bankastarfsmanni í hug að veita drukknum einstaklingi lán. En það gerist þarna. Afleiðingarnar af þessari starfsemi hafa verið skelfilegar í nágrannalöndum okkar þar sem nokkur reynsla er komin á. Fjölmörg ungmenni hafa tapað fjárhagslegu sjálfstæði sínu í viðskiptum við þessi „fyrirtæki“. Þetta má ekki gerast hér á Íslandi líka. Fyrrverandi efnahagsráðherra, Árni Páll Árnason, sá þessa hættu og lýsti því yfir að hann vildi beita sér fyrir löggjöf sem setur þessari ógeðfelldu starfsemi lagaumgjörð. Því miður entist hann ekki í embætti til að koma því í verk. Nú vil ég skora á alþingismenn að taka sér í hár og lyfta höfði upp úr dægurþrasinu. Þarna er verk að vinna og það strax áður en illa fer. Brýn nauðsyn er á löggjöf sem heimilar ekki óbreytta starfsemi af þessu tagi. Sú löggjöf verður að fela í sér tvennt. Að þessum aðilum verði óheimilt að gera lánasamninga sem ekki eru skriflegir, og hitt að lánveitingar fari ekki fram utan opnunartíma fyrirtækjanna. Skítt með allar tilskipanir ESB í þessum efnum. Framtíð fjölmargra íslenskra ungmenna skiptir hér öllu máli. Fjarvera Talsmanns neytenda í þessu máli er illskiljanleg enda þótt hann hafi verið utan þjónustusvæðis vegna anna sinna undanfarið eins og alþjóð hefur séð og heyrt.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun