Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:01 Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Vistheimili Skagafjörður Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun