Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2025 06:32 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar