Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan 17. mars 2012 07:00 Hamid Karzai, forseti Afganistan, hlustaði á fjölskyldur hinna myrtu á fundi í Kabúl í gær. Forsetinn gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir framgöngu sína. fréttablaðið/ap Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira