Hermaðurinn vildi ekki til Afganistan 17. mars 2012 07:00 Hamid Karzai, forseti Afganistan, hlustaði á fjölskyldur hinna myrtu á fundi í Kabúl í gær. Forsetinn gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir framgöngu sína. fréttablaðið/ap Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Hermaður sem skaut sextán manns til bana í Afganistan síðastliðinn sunnudag hafði misst framan af fæti og hlotið heilaskaða í herþjónustu í Írak, segir lögmaður hans. Hann hélt að hann yrði ekki sendur til frekari herþjónustu. Bandaríski hermaðurinn sem myrti sextán Afgana í síðustu viku hafði misst hluta af fæti og hlotið heilaskaða í Írak. Þetta sagði lögfræðingur hans, John Henry Browne, sem greindi frá högum hans í bandarískum fjölmiðlum í gær. Hann hefur rætt við fjölskyldu mannsins og manninn sjálfan. Maðurinn fór út af herstöðinni um klukkan þrjú aðfaranótt síðasta sunnudags. Hann réðst svo inn á heimili í nágrenninu og skaut á þá sem þar voru. Níu þeirra sem létust voru börn. Maðurinn brenndi nokkur líkanna einnig. Rannsakendur málsins greindu frá því í gær að maðurinn hefði neytt áfengis áður en hann fór af herstöðinni. Hermönnum er bannað að neyta áfengis í landinu. Nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp en hann var yfirheyrður á fimmtudag þótt hann sýni ekki samstarfsvilja við rannsókn málsins. Hann er 38 ára gamall og hafði verið í hernum í ellefu ár. Hann er giftur og á tvö ung börn, þriggja og fjögurra ára gömul. Fjölskylda hans hefur nú verið flutt frá heimili sínu á herstöð í nágrenni borgarinnar Tacoma í Washington vegna ótta hersins um öryggi þeirra. Maðurinn hefur fengið margar orður fyrir störf sín í hernum að sögn lögmannsins. Hann hefur þrisvar sinnum farið til Íraks og slasaðist tvisvar. Hann hlaut heilahristing í bílslysi sem varð í kjölfar bílasprengju. Þá meiddist hann á fæti í átökum og þurfti að fara í aðgerð þar sem hluti af öðrum fæti hans var fjarlægður. Hermaðurinn hafði staðið í þeirri meiningu að hann yrði ekki sendur með herdeild sinni til Afganistan í lok síðasta árs. „Hann var ekki spenntur fyrir því að fara í nýtt verkefni. Honum var sagt að hann færi ekki, og svo sagt að hann færi,“ sagði Browne. Það væri skrítið að þrátt fyrir allt hafi hann verið sendur til herþjónustu á ný. Maðurinn kom til Afganistan í desember síðastliðnum. Fyrsta febrúar var hann sendur til Panjwai í nágrenni Kandahar. Á laugardag, daginn fyrir skotárásina, varð hermaðurinn vitni að því þegar annar hermaður missti fótinn í sprengjuárás. Þessar upplýsingar fékk Browne frá fjölskyldu mannsins, en þær höfðu ekki verið sannreyndar hjá hernum. Hermaðurinn var fluttur frá Afganistan til Kúveit á miðvikudag og flytja á hann í herfangelsi í Bandaríkjunum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira