Biblían og bókstafurinn Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar