Innlent

Tóku réttindalausan ökumann undir áhrifum fíkniefna

Lögreglumenn í Keflavík óku í nótt fram á kyrrstæðan bíl, sem var í gangi. Ungur maður sat þar undir stýri og við nánari athugun kom í ljós að hann var bæði undir áhrifum fikniefna og áfengis.

Auk þess var hann réttindalaus eftir að hafa verið sviftur þeim fyrir fíkniefnaakstur áður. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×