Innlent

Engin þjóð myndi sætta sig við árásir eins og Ísrael hefur orðið fyrir

Frá árásum Ísraela í Palestínu.
Frá árásum Ísraela í Palestínu.
Ástæðan fyrir árásum Ísraelar gagnvart Palestínumönnum er helst sú að skotið hefur verið yfir þúsund flugskeytum frá Palestínu yfir til Ísraels á þessu ári. „Það er engin þjóð sem myndi sætta sig við slíkt," útskýrði Gísli Freyr Valdórsson, fréttamaður á Viðskiptablaðinu í viðtali í Harmageddon.

Hann tók sérstaklega fram að hann væri ekki að réttlæta stríð, slíkt væri ekki hægt undir nokkrum kringumstæðum.

Gísli snéri meðal annars dæminu yfir á Ísland, og spurði hvort Reykvíkingar myndu sætta sig við það að lifa í stöðugum ótta við flugskeyti. Ísraelar hafa svarað flugskeytaárásum frá Palestínu með linnulausum flugskeytaárásum undanfarna daga, en fjölmargir hafa látið lífið, konur og börn þar á meðal.

Reynt hefur verið að miðla friði undanfarna daga. Menn voru bjartsýnir í dag að vopnahlé yrði samþykkt í kvöld, en ekkert bendir til þess að slíkt verði.

Gísli tekur fram að Hamas samtökin séu lítið annað en hreinræktuð hryðjuverkasamtök, þrátt fyrir að samtökin séu lýðræðislega kjörin í Palestínu. Hann segir þann sem sprengir strætisvagn fyrir hádegi og kemst inn á þing eftir hádegi, ekki hætta að vera hryðjuverkasamtök.

„Og nefnið eina þjóð í heiminum sem myndi ekki bregðast við ef það væri skotið flugskeytum á það?" spurði Gísli svo. Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Gísla hér fyrir ofan eða á útvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×