Andrés leynir á sér! Jón Axel Ólafsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gamans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka. Af því tilefni langar mig að minna á hvað Disney gegnir drjúgu hlutverki þegar kemur að lestri íslenskra barna. Það er augljós staðreynd að Disney-bækur hafa löngum verið vinsælustu lestrarbækur barna á Íslandi. Bækur sem Edda útgáfa gefur út undir merkjum Disney hafa vakið áhuga barna á lestri og stuðlað að hæfni þeirra til að takast á við nám á síðari stigum. Útgáfa barnaefnis er vandmeðfarin og því er ekkert gefið eftir í gæðum þegar efni frá Disney er annars vegar. Þýðingar á barnabókum eru þar með taldar. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andrésblöðin sl. átta ár við miklar vinsældir. Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og blaða frá Disney og kröfur um rétt og gott málfar eru í öndvegi. Eins og Jón Stefán þýðandi segir í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni, þann 8. febrúar sl.: „…textinn í Andrés Önd er vel skrifaður. Stundum er hann – kviss, bamm, búmm – einfaldur og aðgengilegur en oft ögrar textinn börnunum og kennir þeim þannig að krakkarnir þurfa virkilega að einbeita sér að lestrinum“. Bækur frá Disney eru jafnan í efstu sætum sölulista bóksala og útgefenda á hverju ári og gróflega áætlað eru um 60 til 70% af 10 efstu sætunum á hverju ári. Þá eru ekki teknar með bækur sem viðskiptavinir fá í áskrift. Alls berast um 300 þúsund eintök af íslenskum Disney-blöðum og bókum til íslenskra barna á hverju ári. Eintakafjöldinn segir þó ekki alla söguna, því bækurnar og blöðin eru marglesin og ganga barna á milli, jafnvel árum og áratugum saman. Samspil mynda og vandaðra þýðinga höfða einstaklega vel til barna og meirihluti þessa lesefnis er keyptur í gegnum einhverja hinna fjögurra Disney áskriftarleiða Eddu útgáfu. Því til viðbótar gefur Edda út fjölbreytt úrval annarra barnabóka á hverju ári og er stærsti útgefandi barnabóka hér á landi. Andrés Önd, og Andrésblað hans, leynir á sér þegar kemur að lestri íslenskra barna. Þau drekka lesefnið í sig og tengja saman orð og myndir. Andrésblaðið hefur komið út á íslensku í 29 ár og ekkert tímarit hefur fleiri áskrifendur en Andrés Önd sem kemur út vikulega. Börn þurfa gott lesefni. Foreldrar þurfa að hvetja börn sín til lesturs og lesa reglulega fyrir börnin sín. Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái gott lesefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gamans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka. Af því tilefni langar mig að minna á hvað Disney gegnir drjúgu hlutverki þegar kemur að lestri íslenskra barna. Það er augljós staðreynd að Disney-bækur hafa löngum verið vinsælustu lestrarbækur barna á Íslandi. Bækur sem Edda útgáfa gefur út undir merkjum Disney hafa vakið áhuga barna á lestri og stuðlað að hæfni þeirra til að takast á við nám á síðari stigum. Útgáfa barnaefnis er vandmeðfarin og því er ekkert gefið eftir í gæðum þegar efni frá Disney er annars vegar. Þýðingar á barnabókum eru þar með taldar. Til að mynda hefur hinn virti þýðandi Jón Stefán Kristjánsson þýtt Andrésblöðin sl. átta ár við miklar vinsældir. Aðeins fagfólk kemur að útgáfu bóka og blaða frá Disney og kröfur um rétt og gott málfar eru í öndvegi. Eins og Jón Stefán þýðandi segir í viðtali við Egil Helgason í Kiljunni, þann 8. febrúar sl.: „…textinn í Andrés Önd er vel skrifaður. Stundum er hann – kviss, bamm, búmm – einfaldur og aðgengilegur en oft ögrar textinn börnunum og kennir þeim þannig að krakkarnir þurfa virkilega að einbeita sér að lestrinum“. Bækur frá Disney eru jafnan í efstu sætum sölulista bóksala og útgefenda á hverju ári og gróflega áætlað eru um 60 til 70% af 10 efstu sætunum á hverju ári. Þá eru ekki teknar með bækur sem viðskiptavinir fá í áskrift. Alls berast um 300 þúsund eintök af íslenskum Disney-blöðum og bókum til íslenskra barna á hverju ári. Eintakafjöldinn segir þó ekki alla söguna, því bækurnar og blöðin eru marglesin og ganga barna á milli, jafnvel árum og áratugum saman. Samspil mynda og vandaðra þýðinga höfða einstaklega vel til barna og meirihluti þessa lesefnis er keyptur í gegnum einhverja hinna fjögurra Disney áskriftarleiða Eddu útgáfu. Því til viðbótar gefur Edda út fjölbreytt úrval annarra barnabóka á hverju ári og er stærsti útgefandi barnabóka hér á landi. Andrés Önd, og Andrésblað hans, leynir á sér þegar kemur að lestri íslenskra barna. Þau drekka lesefnið í sig og tengja saman orð og myndir. Andrésblaðið hefur komið út á íslensku í 29 ár og ekkert tímarit hefur fleiri áskrifendur en Andrés Önd sem kemur út vikulega. Börn þurfa gott lesefni. Foreldrar þurfa að hvetja börn sín til lesturs og lesa reglulega fyrir börnin sín. Við erum öll ábyrg fyrir því að börnin fái gott lesefni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar