Hverjir eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum? Grétar Pétur Geirsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun