Leitað verður að bestu heimatilbúnu máltíðinni í nýjum matreiðsluþætti, Food Glorious Food, sem verður sýndur á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Það er dómarinn í X-Factor, Simon Cowell, sem er maðurinn á bak við þættina, samkvæmt blaðinu The Sun.
Sigurvegarinn fær í sinn hlut um fjórar milljónir króna, auk þess sem sigurmáltíðin verður seld í verslunum Marks & Spencer víðs vegar um Bretland. Þættirnir eru sagðir framleiddir til höfuðs Masterchef og The Great British Bake-Off sem eru sýndir á BBC.
Keppa um besta matinn
