Lífið

Riff á topp fimmtán

áhugaverð hátíð Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff. Hátíðin er ein af fimmtán bestu í Evrópu samkvæmt MEDIA.
áhugaverð hátíð Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff. Hátíðin er ein af fimmtán bestu í Evrópu samkvæmt MEDIA. fréttablaðið/Gva
MEDIA, sjóður Evrópusambandsins til eflingar kvikmyndagerðar og -menningar, hefur valið Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík eina af fimmtán áhugaverðustu kvikmyndahátíðunum í Evrópu. Þetta kom fram í kynningarriti um framúrskarandi kvikmyndaviðburði í Evrópu sem var kynnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Alls styrkir sjóðurinn um níutíu hátíðir og hefur hann ákveðið að styrkja rekstur Riff-hátíðarinnar í þriðja sinn um átta milljónir króna. Hátíðin fer fram 27. september til 7. október og hafa yfir tvö hundruð titlar þegar verið sendir inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.