Þjálfar bardagaíþróttir og leitar að íslenskri konu 9. júní 2012 13:00 John og Gunnar Nelson eru bestu vinir, en John hefur þjálfað Gunnar síðustu sex ár. Mynd/Páll bergmann „Ég er mjög spenntur að koma með tæknina mína og deila ástríðu minni fyrir sportinu með íslenskum víkingum,“ segir Írinn John Kavanagh, einn þekktasti bardagaíþróttaþjálfari heims, sem undirbýr flutning sinn til Íslands í haust þar sem hann kemur til með að kenna hjá bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni. Kavanagh hefur stundað bardagaíþróttir alla ævi og verið atvinnumaður og þjálfari síðustu tíu ár. Hann hefur unnið fjölda verðlauna sjálfur auk þess sem hann hefur þjálfað heimsmethafa í karla og kvennaflokki frá grunni og verið einn af helstu þjálfurum tveggja bestu keppnismanna landsins, Gunnars Nelson og Árna Ísakssonar. „Gunnar kom til Írlands í upphafi árs, en hann er einn af bestu vinum mínum og ég er búinn að þjálfa hann í sex ár. Upp kom sú klikkaða hugmynd að ég myndi flytja til Íslands og ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki?“ segir Kavanagh sem fékk í kjölfarið tilboð frá Mjölni og ákvað að slá til. „Ég mun fylgja Gunnari vel eftir, en ástríðan mín hefur alltaf verið að kenna byrjendum svo ég kem til með að gera það líka. Ég ætla að reyna að vera til staðar fyrir sem flesta og kem nokkurn vegin til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu,“ bætir hann við hlæjandi. Kavanagh hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og þekkir því ágætlega til á Íslandi. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og lýsir upplifuninni sem þriggja daga helvíti á jörðu. „Ég handleggsbrotnaði, fékk flensu, tjaldið mitt fauk í burtu og það var stanslaus rigning alla helgina. Einhvern veginn lifði ég þessa för þó af,“ segir hann hress í bragði. Þrátt fyrir þessa slæmu lífsreynslu segist hann vera mikill aðdáandi íslenskra hefða og lifnaðarhátta og telur sig eiga eftir að falla vel inn í meðal Íslendinga. Hann segist þó vera sérstaklega hrifinn af íslenska kvenfólkinu. „Meginástæðan fyrir því að ég er að koma til Íslands er til að finna mér íslenska konu, hitt er bara yfirhylming. Þú veist að íslensku víkingarnir stálu öllu fallega kvenfólkinu frá Írlandi. Nú er kominn tími til að ná fram hefndum,“ segir John ákveðinn. Það lítur því út fyrir að það sé jafnframt von á góðri viðbót á íslenskan stefnumótamarkað í september.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Ég er mjög spenntur að koma með tæknina mína og deila ástríðu minni fyrir sportinu með íslenskum víkingum,“ segir Írinn John Kavanagh, einn þekktasti bardagaíþróttaþjálfari heims, sem undirbýr flutning sinn til Íslands í haust þar sem hann kemur til með að kenna hjá bardagaíþróttaklúbbnum Mjölni. Kavanagh hefur stundað bardagaíþróttir alla ævi og verið atvinnumaður og þjálfari síðustu tíu ár. Hann hefur unnið fjölda verðlauna sjálfur auk þess sem hann hefur þjálfað heimsmethafa í karla og kvennaflokki frá grunni og verið einn af helstu þjálfurum tveggja bestu keppnismanna landsins, Gunnars Nelson og Árna Ísakssonar. „Gunnar kom til Írlands í upphafi árs, en hann er einn af bestu vinum mínum og ég er búinn að þjálfa hann í sex ár. Upp kom sú klikkaða hugmynd að ég myndi flytja til Íslands og ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki?“ segir Kavanagh sem fékk í kjölfarið tilboð frá Mjölni og ákvað að slá til. „Ég mun fylgja Gunnari vel eftir, en ástríðan mín hefur alltaf verið að kenna byrjendum svo ég kem til með að gera það líka. Ég ætla að reyna að vera til staðar fyrir sem flesta og kem nokkurn vegin til með að búa í Mjölni, enda er ég ekki að flytja til Íslands út af fallega veðrinu,“ bætir hann við hlæjandi. Kavanagh hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og þekkir því ágætlega til á Íslandi. Hann skellti sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar og lýsir upplifuninni sem þriggja daga helvíti á jörðu. „Ég handleggsbrotnaði, fékk flensu, tjaldið mitt fauk í burtu og það var stanslaus rigning alla helgina. Einhvern veginn lifði ég þessa för þó af,“ segir hann hress í bragði. Þrátt fyrir þessa slæmu lífsreynslu segist hann vera mikill aðdáandi íslenskra hefða og lifnaðarhátta og telur sig eiga eftir að falla vel inn í meðal Íslendinga. Hann segist þó vera sérstaklega hrifinn af íslenska kvenfólkinu. „Meginástæðan fyrir því að ég er að koma til Íslands er til að finna mér íslenska konu, hitt er bara yfirhylming. Þú veist að íslensku víkingarnir stálu öllu fallega kvenfólkinu frá Írlandi. Nú er kominn tími til að ná fram hefndum,“ segir John ákveðinn. Það lítur því út fyrir að það sé jafnframt von á góðri viðbót á íslenskan stefnumótamarkað í september.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning