Lífið

Costello lentur

BBI skrifar
Elvis Costello er kominn til landsins og rúntar nú um bítlabæinn Keflavík meðan hann bíður eftir eiginkonu sinni, Diana Krall, sem lendir fljótlega í Leifsstöð.

Elvis Costello heldur tónleika í Hörpu á morgun. Það verða síðustu tónleikarnir hans í tónleikaferð sem í raun hófst á síðasta ári. Vegna veikinda föður Costello varð að fresta seinni hluta ferðarinnar um skeið. Costello ákvað þó að klára ferðina. Nú er komið að lokum hennar og formlegi endapunkturinn er Harpa á morgun.

Costello á að baki afar litríkan tónlistarferil. Hann ögrar sér og aðdáendum sínum á hverju ári og spannar ferill hans allt frá ný-pönki yfir í léttsveiflu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.