Þær voru nokkrar stjörnurnar sem ákváðu að breyta um lífsstíl á árinu sem er að líða og reyna að skafa af sér nokkur kíló.
Samanlagt þyngdartap þessara kvenna eru heil 73 kíló. Það er ekkert smáræði!
Kíkjum á konurnar sem breyttu til batnaðar og líður mun betur núna í eigin skinni.
Jennie Garth léttist um níu kíló með því að breyta um mataræði, æfa meira og drekka nóg af kókosvatni.Idol-stjarnan Kelly Clarkson léttist um tæp fjórtán kíló með því að borða minna og æfa meira.Rokkaraeiginkonan Sharon Osbourne er búin að léttast um heil þrettán kíló á Atkins-kúrnum.Söngkonan Gladys Knight skóf af sér 27 kíló á nokkrum mánuðum þegar hún tók þátt í raunveruleikaþættinum Dancing With the Stars.Glee-stjarnan Amber Riley er búin að fara niður um tvær fatastærðir sem þýðir tap upp á sirka tíu kíló.Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.