Segja vandann við EES skort á lýðræði 18. janúar 2012 07:15 Utanríkisráðherra Noregs segir að tvíhliða fríverslunarsamningur við ESB sé ekkert annað en hugarburður. nordicphotos/AFP Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmunum vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkisráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994. „Noregur er í dag miklu nátengdari ESB en flestir gera sér grein fyrir,“ segir í 900 blaðsíðna skýrslu sem Evrópunefnd norska þingsins kynnti í gær. Nefndin segir að jafnvel þótt höfuðdrættirnir í sambandi Noregs við ESB hafi fyrirfram verið þekktir þá hafi sífellt eitthvað verið að koma nefndarmönnum á óvart í starfinu. Nefndin hefur undanfarin tvö ár, að beiðni norsku ríkisstjórnarinnar, skoðað alla þætti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og áhrif hans á Noreg. Niðurstaðan er meðal annars sú að stærsta vandamálið við aðild Noregs að EES felist í því að Noregur hefur skuldbundið sig til þess að hlíta bæði stefnu Evrópusambandsins og lagasafni þess á mjög breiðu sviði, án þess að hafa aðild að ESB eða atkvæðisrétt innan ESB. „Þetta er það verð sem Noregur greiðir fyrir að njóta ávinningsins af evrópskum samruna án þess að vera meðlimur í þeim samtökum sem knýja áfram þróunina,“ segir í skýrslunni. Meira en þriðjungur norskra laga er settur á grundvelli eða að kröfu laga Evrópusambandsins. Noregur hefur, rétt eins og Ísland og Liechtenstein, tekið upp meira en sex þúsund lög eða reglugerðir frá Evrópusambandinu. Noregur hefur hins vegar á þessum tíma aðeins fengið 55 undanþágur frá reglum Evrópusambandsins, en Ísland hefur fengið 349 undanþágur samþykktar og Liechtenstein 1.056. Nefndin kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að í heildina tekið hafi EES-samningurinn þjónað norskum hagsmunum vel. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir niðurstöður nefndarinnar ekki gefa neitt tilefni til þess að segja upp EES-samningnum. Tvíhliða fríverslunarbandalag við Evrópusambandið, sem norskir andstæðingar samningsins vilja að komi í staðinn, sé ekkert annað en hugarburður. „Ég tel að samningurinn sé mikilvægari fyrir Noreg í dag en hann var árið 1994,“ segir utanríkisráðherrann í viðtali við norskt dagblað. Kreppan á evrusvæðinu á síðustu árum hafi sýnt enn betur fram á mikilvægi samningsins fyrir Noreg. Norska nefndin hefur fengið fjölmarga sérfræðinga sér til aðstoðar, þar á meðal Eirík Bergmann Einarsson sem tók saman upplýsingar um áhrif EES á Ísland. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmunum vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkisráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994. „Noregur er í dag miklu nátengdari ESB en flestir gera sér grein fyrir,“ segir í 900 blaðsíðna skýrslu sem Evrópunefnd norska þingsins kynnti í gær. Nefndin segir að jafnvel þótt höfuðdrættirnir í sambandi Noregs við ESB hafi fyrirfram verið þekktir þá hafi sífellt eitthvað verið að koma nefndarmönnum á óvart í starfinu. Nefndin hefur undanfarin tvö ár, að beiðni norsku ríkisstjórnarinnar, skoðað alla þætti samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og áhrif hans á Noreg. Niðurstaðan er meðal annars sú að stærsta vandamálið við aðild Noregs að EES felist í því að Noregur hefur skuldbundið sig til þess að hlíta bæði stefnu Evrópusambandsins og lagasafni þess á mjög breiðu sviði, án þess að hafa aðild að ESB eða atkvæðisrétt innan ESB. „Þetta er það verð sem Noregur greiðir fyrir að njóta ávinningsins af evrópskum samruna án þess að vera meðlimur í þeim samtökum sem knýja áfram þróunina,“ segir í skýrslunni. Meira en þriðjungur norskra laga er settur á grundvelli eða að kröfu laga Evrópusambandsins. Noregur hefur, rétt eins og Ísland og Liechtenstein, tekið upp meira en sex þúsund lög eða reglugerðir frá Evrópusambandinu. Noregur hefur hins vegar á þessum tíma aðeins fengið 55 undanþágur frá reglum Evrópusambandsins, en Ísland hefur fengið 349 undanþágur samþykktar og Liechtenstein 1.056. Nefndin kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að í heildina tekið hafi EES-samningurinn þjónað norskum hagsmunum vel. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir niðurstöður nefndarinnar ekki gefa neitt tilefni til þess að segja upp EES-samningnum. Tvíhliða fríverslunarbandalag við Evrópusambandið, sem norskir andstæðingar samningsins vilja að komi í staðinn, sé ekkert annað en hugarburður. „Ég tel að samningurinn sé mikilvægari fyrir Noreg í dag en hann var árið 1994,“ segir utanríkisráðherrann í viðtali við norskt dagblað. Kreppan á evrusvæðinu á síðustu árum hafi sýnt enn betur fram á mikilvægi samningsins fyrir Noreg. Norska nefndin hefur fengið fjölmarga sérfræðinga sér til aðstoðar, þar á meðal Eirík Bergmann Einarsson sem tók saman upplýsingar um áhrif EES á Ísland. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira