Erlent

Herskipið Absalon verður að sleppa sómölskum sjóræningjum

Allar líkur eru á að 25 sjóræningjar sem verið hafa í haldi um borð í danska herskipinu Absalon út af strönd Sómalíu verði settir á land að nýju í Sómalíu og sleppi þar með við refsingu.

Ástæðan fyrir þessu er að ekkert ríki vill taka við þeim. Nú síðast höfnuðu yfirvöld á Seychellseyjum því að taka við hópnum þar sem eina fangelsi eyjanna er þegar yfirfullt af sómölskum sjóræningjum.

Absalon hefur verið við eftirlit undan ströndum Sómalíu undanfarnar vikur. Skipstjórinn um borð er afaróánægður með þróun mála og segir að það gangi gegn réttlætiskennd sjóliðanna um borð að þurfa að sleppa þessum sjóræningjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×