Leik lokið: Ísland - Noregur 34-32 | Stórbrotinn sigur eftir ótrúlega lokamínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2012 15:47 Strákarnir fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira