Leik lokið: Ísland - Noregur 34-32 | Stórbrotinn sigur eftir ótrúlega lokamínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2012 15:47 Strákarnir fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það. Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það.
Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira