Leik lokið: Ísland - Noregur 34-32 | Stórbrotinn sigur eftir ótrúlega lokamínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2012 15:47 Strákarnir fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira