Einfalt val: nei við þjóðkirkju Egill Óskarsson skrifar 9. október 2012 06:00 Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til. Þessi spurning er hins vegar alls ekki flókin og það hverjar afleiðingar hennar verða er alveg ljóst. Þeir sem vilja viðhalda núverandi ástandi kjósa með því að sérstakt ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá. Þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju kjósa gegn slíku ákvæði. Það er um þrír fjórðu þjóðarinnar miðað við kannanir Capacent Gallup seinustu ár. Það eitt og sér að losna við þjóðkirkjuákvæðið úr stjórnarskrá veldur ekki aðskilnaði ríkis og kirkju. Kirkjan hefur verið stofnanavædd of mikið seinustu áratugi til þess að það nægi. Það er hins vegar kristaltært að afnám þjóðkirkjuákvæðisins er fyrsta og stærsta skrefið í átt að aðskilnaði. Að sama skapi er ljóst að yrði slíkt ákvæði í nýrri stjórnarskrá væri hætt við að núverandi ástand, sem mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti, viðhéldist lengi. Það er leiðinlegt að sjá menn reyna að slá ryki í augu kjósenda. Spurningin sem liggur fyrir er einföld. Þjóðkirkjufyrirkomulagið á grundvöll sinn í stjórnarskránni. Standi vilji fólks til þess að ríki og kirkja verði aðskilin þá samþykkir fólk ekki þjóðkirkjuákvæði í nýrri stjórnarskrá. Þeir sem telja eðlilegt að ríkið standi sérstakan vörð um velferð, völd og áhrif eins trúfélags, og mismuna þannig þeim sem ekki aðhyllast þær trúarskoðanir sem trúfélagið boðar, geta sagt já. Val okkar sem viljum að öll trúfélög standi á eigin fótum og viljum afnema forréttindastöðu þjóðkirkjunnar er einfalt; við segjum nei við ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun