Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn Kristín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun