Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn Kristín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar