Landspítali – öryggisnet í eigu og þágu þjóðar Ólafur Baldursson og Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar