Landspítali – öryggisnet í eigu og þágu þjóðar Ólafur Baldursson og Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum. Reynslan sýnir að sjúkrahús á Vesturlöndum eru ekki eins örugg og halda mætti og á undanförnum árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál og öflug alþjóðasamtök sett þau í forgang. Neytendur gera vaxandi kröfur til þess að þjónustan sé bæði skilvirk og örugg. Segja má að spítalar séu í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra flóknu verkefna sem þeir sinna og þess hversu viðkvæmir skjólstæðingar þeirra eru. Þess vegna er brýnt að gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum til að auka öryggi og gæði þjónustunnar og vinna stöðugt að umbótum á starfseminni. Í starfsáætlun Landspítala fyrir árið 2012 til 2013 sem nýlega kom út eru öryggi og gæði einmitt sett í forgang. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að efla öryggis- og gæðamenningu og auka enn frekar fagmennsku í vinnubrögðum og skilvirkum verkferlum. Þessi áhersla, og frábær frammistaða starfsfólks Landspítala, hefur gert mögulegt að standa vörð um öryggi sjúklinga þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síðastliðin þrjú ár hafa einkennst af því að draga hefur þurft úr kostnaði á Landspítala enda hafa fjárframlög ríkisins til spítalans lækkað um 23% á þeim tíma. Ef tryggja á áfram gæði og öryggi þjónustunnar þarf að verða breyting á. Ef til frekari niðurskurðar kemur þarf að leggja af einhverja þjónustu en til að halda áfram frekari uppbyggingu er óhjákvæmilegt að fjárveitingar verði auknar og aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref í þá átt er endurnýjun á húsnæði Landspítala og nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf að tryggja nýliðun og festu í starfi lækna og hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn kostar óhjákvæmilega fjármuni enda eru húsnæði, tækjakostur og annar aðbúnaður forsendur þess að hægt sé að tryggja mönnun, öryggi og gæði. Sem faglegir ábyrgðarmenn munum við leitast við að efla enn frekar öryggis- og gæðastarf á spítalanum en til þess þurfum við hjálp íslensks samfélags og fjárveitingavalds til að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar, endurnýjun á húsnæði og tækjabúnaði. Landspítali er öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og það er sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja forsendur fyrir farsælu starfi til framtíðar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar