Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní.
Kosið í Grikklandi 17. júní
