Ég samhryggist þér…á Facebook Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:22 Ég nota Facebook nær daglega og hef oft mjög gaman að. Þrælsniðugt tól þegar kemur að því að fylgjast með ástvinum erlendis, halda sambandi við vini sem ég umgengst ekki reglulega og svala ríkulegri forvitni minni þegar kemur að skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tjái mig líka þarna inni og þegar ég er í stuði finnst mér á köflum ég svo átakanlega fyndin að ég hreinlega verð að dúndra inn eins og einum status eða pósta hressandi myndum með misgáfulegum skilaboðum. Blessunarlega er ég með húmor fyrir sjálfri mér því ég þori að veðja á að langt frá því allir kunni að meta oft á tíðum kaldhæðnislegan húmor minn. Það er í góðu lagi því ég tel mig ekki vera að valda neinum ónæði eða sárindum, en ef svo er vona ég að sá eða sú er fyrir ónæðinu verður hafi vit á að blokka mig. Ástvinamissir og sorg eru eitthvað sem ég, líkt og flestir sem komnir eru á fullorðinsár, hef þurft að takast á við. Það er sárt og erfitt ferli að kveðja ástvin og alls ekki eitthvað sem venst þó svo að tíminn líði og fleiri ástvinir kveðji. Allir hafa sinn háttinn á til að takast á við sorgina og allir eiga auðvitað að fá að hafa sinn háttinn á. Taka sinn tíma í að melta missinn og fá tækifæri til þess átta sig á aðstæðum í einrúmi eða í faðmi ástvina áður en blákaldur veruleikinn tekur við og spurningar um hvenær, hvernig og hvers vegna skella á krömdu hjarta. Mig langar því til að stinga því að þér lesandi góður að það er ekkert töff að vera Fía fréttamaskína þegar kemur að andláti fólks. Það eru engin verðlaun í boði fyrir þann sem er svo ótrúlega hjartahlýr og fullur af væntumþykju að hann verður að vera fyrstur til að rita samúðarkveðjur inn á vegginn hjá Facebook vini sínum eða setja kross sem status hjá sér til þess eins að geta veitt forvitnum svör um hver var að kveðja heiminn. Ef einhver í kringum þig missir ástvin og þér þykir virkilega vænt um viðkomandi, taktu þá frekar upp símann, ritaðu viðkomandi einkaskilaboð eða dragðu djúpt andann og bíddu þar til hann kemur út á meðal fólks og þá geturðu gefið honum þá vítamínsprautu sem gott faðmlag er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég nota Facebook nær daglega og hef oft mjög gaman að. Þrælsniðugt tól þegar kemur að því að fylgjast með ástvinum erlendis, halda sambandi við vini sem ég umgengst ekki reglulega og svala ríkulegri forvitni minni þegar kemur að skemmtilegu og áhugaverðu fólki. Ég tjái mig líka þarna inni og þegar ég er í stuði finnst mér á köflum ég svo átakanlega fyndin að ég hreinlega verð að dúndra inn eins og einum status eða pósta hressandi myndum með misgáfulegum skilaboðum. Blessunarlega er ég með húmor fyrir sjálfri mér því ég þori að veðja á að langt frá því allir kunni að meta oft á tíðum kaldhæðnislegan húmor minn. Það er í góðu lagi því ég tel mig ekki vera að valda neinum ónæði eða sárindum, en ef svo er vona ég að sá eða sú er fyrir ónæðinu verður hafi vit á að blokka mig. Ástvinamissir og sorg eru eitthvað sem ég, líkt og flestir sem komnir eru á fullorðinsár, hef þurft að takast á við. Það er sárt og erfitt ferli að kveðja ástvin og alls ekki eitthvað sem venst þó svo að tíminn líði og fleiri ástvinir kveðji. Allir hafa sinn háttinn á til að takast á við sorgina og allir eiga auðvitað að fá að hafa sinn háttinn á. Taka sinn tíma í að melta missinn og fá tækifæri til þess átta sig á aðstæðum í einrúmi eða í faðmi ástvina áður en blákaldur veruleikinn tekur við og spurningar um hvenær, hvernig og hvers vegna skella á krömdu hjarta. Mig langar því til að stinga því að þér lesandi góður að það er ekkert töff að vera Fía fréttamaskína þegar kemur að andláti fólks. Það eru engin verðlaun í boði fyrir þann sem er svo ótrúlega hjartahlýr og fullur af væntumþykju að hann verður að vera fyrstur til að rita samúðarkveðjur inn á vegginn hjá Facebook vini sínum eða setja kross sem status hjá sér til þess eins að geta veitt forvitnum svör um hver var að kveðja heiminn. Ef einhver í kringum þig missir ástvin og þér þykir virkilega vænt um viðkomandi, taktu þá frekar upp símann, ritaðu viðkomandi einkaskilaboð eða dragðu djúpt andann og bíddu þar til hann kemur út á meðal fólks og þá geturðu gefið honum þá vítamínsprautu sem gott faðmlag er.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar