Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Helgi Áss Grétarsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar