Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum.
Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn.
Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983.
Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda.
Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum.
Frægir sigrar og ósigrar

Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma.
Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring.
Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.
DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.
Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)
Efstu þrír árið 2011:
1. Sebastian Vettel - Red Bull
2. Lewis Hamilton - McLaren
3. Jenson Button - McLaren
Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Föstudagur:
08:00 Æfing 1
12:00 Æfing 2
Laugardagur:
08:55 Æfing 3
11:50 Tímataka
Sunnudagur:
11:40 Spænski kappaksturinn
Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðir
Ökumenn
1. Sebastian Vettel - 53 stig
2. Lewis Hamilton - 49
3. Mark Webber - 48
4. Jenson Button - 43
5. Fernando Alonso - 43
6. Nico Rosberg - 35
7. Kimi Raikkönen - 34
8. Roman Grosjean - 23
9. Serio Pérez - 22
10. Paul di Resta - 15
Bílasmiðir
1. Red Bull - 101 stig
2. McLaren - 92
3. Lotus - 57
4. Ferrari - 45
5. Mercedes - 37