Fjárfesting til framtíðar Kristín Ingólfsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar