Fjárfesting til framtíðar Kristín Ingólfsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun