Hildur Lilliendahl kvartaði BBI skrifar 30. nóvember 2012 18:04 Frosti Logason, þáttarstjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon, veit ekki hvort eða hvenær von er á þeim félögum Mána Péturssyni aftur í loftið, en þeim hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Það var Hildur Lilliendahl sem kvartaði til útvarpsstöðvarinnar eftir viðtal sem fór í loftið 22. nóvember síðastliðinn þar sem viðmælandi tvímenninganna talaði "fjálglega um kvenfólk og kynfæri við glaðlegar og gagnrýnislausar undirtektir þáttarstjórnenda". Hildur fór fram á að eitthvað yrði gert í málinu og útvarpsstöðin hefur nú orðið við þeirri ósk. Það var yfirstjórn X-ins 977 sem tók umrædda ákvörðun, en Frosti og Máni eiga báðir sæti í stjórninni. Þeir komu því sjálfir að ákvörðuninni og mótmæltu henni ekki. "Við náttúrlega höfum sjálfir gagnrýnt fjölmiðlafólk sem spyr ekki gagnrýnna spurninga. Í þessu tilfelli vorum við með einhvern vitleysing í viðtali. Þá töldum við bara að ummæli hans myndu dæma sig sjálf," segir Frosti, en viðmælandinn sagði meðal annars að allar konur væru haldnar fíkn í kynlíf og hann myndi lækna konur af þeim sjúkdómi. Viðtalið í heild má nálgast hér að ofan. "Við spurðum hann vissulega ekki gagnrýnna spurninga og okkur var ekki stætt á því að láta þetta kyrrt liggja," segir Frosti og útskýrir að með því að víkja tímabundið frá störfum axli þeir ábyrgð vegna þess. "Við erum hlyntir því að fjölmiðlafólk axli ábyrgð ef það gerir mistök. Við eigum að vera í því hlutverki að spyrja gagnrýnna spurninga og þetta voru klárlega mistök af okkar hálfu," segir Frosti. Siðareglurnar sem tvímenningarnir eru taldir hafa brotið eiga að ýta undir heilindi, drengskap og feminísk viðhorf starfsmanna. Þar segir enn fremur að hvers kyns kvenfyrirlitning kunni að varða sektum eða brottrekstri sem framkvæmdastjórn félagsins ákveður hverju sinni. Umrædd ákvörðun var tekin fyrr í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort þeir snúa aftur til starfa. "Það er yfirstjórnin sem sér um að framfylgja þessum siðareglum og tekur slíkar ákvarðanir," segir Frosti, en eins og áður segir eiga tvímenningarnir sjálfir sæti í stjórninni. Frosti veit ekki til þess að þáttastjórnendur hafi axlað ábyrgð með þessum hætti áður hér á landi. "Nei þetta er alveg fordæmalaust held ég," segir hann. Tengdar fréttir Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Frosti Logason, þáttarstjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon, veit ekki hvort eða hvenær von er á þeim félögum Mána Péturssyni aftur í loftið, en þeim hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Það var Hildur Lilliendahl sem kvartaði til útvarpsstöðvarinnar eftir viðtal sem fór í loftið 22. nóvember síðastliðinn þar sem viðmælandi tvímenninganna talaði "fjálglega um kvenfólk og kynfæri við glaðlegar og gagnrýnislausar undirtektir þáttarstjórnenda". Hildur fór fram á að eitthvað yrði gert í málinu og útvarpsstöðin hefur nú orðið við þeirri ósk. Það var yfirstjórn X-ins 977 sem tók umrædda ákvörðun, en Frosti og Máni eiga báðir sæti í stjórninni. Þeir komu því sjálfir að ákvörðuninni og mótmæltu henni ekki. "Við náttúrlega höfum sjálfir gagnrýnt fjölmiðlafólk sem spyr ekki gagnrýnna spurninga. Í þessu tilfelli vorum við með einhvern vitleysing í viðtali. Þá töldum við bara að ummæli hans myndu dæma sig sjálf," segir Frosti, en viðmælandinn sagði meðal annars að allar konur væru haldnar fíkn í kynlíf og hann myndi lækna konur af þeim sjúkdómi. Viðtalið í heild má nálgast hér að ofan. "Við spurðum hann vissulega ekki gagnrýnna spurninga og okkur var ekki stætt á því að láta þetta kyrrt liggja," segir Frosti og útskýrir að með því að víkja tímabundið frá störfum axli þeir ábyrgð vegna þess. "Við erum hlyntir því að fjölmiðlafólk axli ábyrgð ef það gerir mistök. Við eigum að vera í því hlutverki að spyrja gagnrýnna spurninga og þetta voru klárlega mistök af okkar hálfu," segir Frosti. Siðareglurnar sem tvímenningarnir eru taldir hafa brotið eiga að ýta undir heilindi, drengskap og feminísk viðhorf starfsmanna. Þar segir enn fremur að hvers kyns kvenfyrirlitning kunni að varða sektum eða brottrekstri sem framkvæmdastjórn félagsins ákveður hverju sinni. Umrædd ákvörðun var tekin fyrr í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort þeir snúa aftur til starfa. "Það er yfirstjórnin sem sér um að framfylgja þessum siðareglum og tekur slíkar ákvarðanir," segir Frosti, en eins og áður segir eiga tvímenningarnir sjálfir sæti í stjórninni. Frosti veit ekki til þess að þáttastjórnendur hafi axlað ábyrgð með þessum hætti áður hér á landi. "Nei þetta er alveg fordæmalaust held ég," segir hann.
Tengdar fréttir Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30