Hildur Lilliendahl kvartaði BBI skrifar 30. nóvember 2012 18:04 Frosti Logason, þáttarstjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon, veit ekki hvort eða hvenær von er á þeim félögum Mána Péturssyni aftur í loftið, en þeim hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Það var Hildur Lilliendahl sem kvartaði til útvarpsstöðvarinnar eftir viðtal sem fór í loftið 22. nóvember síðastliðinn þar sem viðmælandi tvímenninganna talaði "fjálglega um kvenfólk og kynfæri við glaðlegar og gagnrýnislausar undirtektir þáttarstjórnenda". Hildur fór fram á að eitthvað yrði gert í málinu og útvarpsstöðin hefur nú orðið við þeirri ósk. Það var yfirstjórn X-ins 977 sem tók umrædda ákvörðun, en Frosti og Máni eiga báðir sæti í stjórninni. Þeir komu því sjálfir að ákvörðuninni og mótmæltu henni ekki. "Við náttúrlega höfum sjálfir gagnrýnt fjölmiðlafólk sem spyr ekki gagnrýnna spurninga. Í þessu tilfelli vorum við með einhvern vitleysing í viðtali. Þá töldum við bara að ummæli hans myndu dæma sig sjálf," segir Frosti, en viðmælandinn sagði meðal annars að allar konur væru haldnar fíkn í kynlíf og hann myndi lækna konur af þeim sjúkdómi. Viðtalið í heild má nálgast hér að ofan. "Við spurðum hann vissulega ekki gagnrýnna spurninga og okkur var ekki stætt á því að láta þetta kyrrt liggja," segir Frosti og útskýrir að með því að víkja tímabundið frá störfum axli þeir ábyrgð vegna þess. "Við erum hlyntir því að fjölmiðlafólk axli ábyrgð ef það gerir mistök. Við eigum að vera í því hlutverki að spyrja gagnrýnna spurninga og þetta voru klárlega mistök af okkar hálfu," segir Frosti. Siðareglurnar sem tvímenningarnir eru taldir hafa brotið eiga að ýta undir heilindi, drengskap og feminísk viðhorf starfsmanna. Þar segir enn fremur að hvers kyns kvenfyrirlitning kunni að varða sektum eða brottrekstri sem framkvæmdastjórn félagsins ákveður hverju sinni. Umrædd ákvörðun var tekin fyrr í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort þeir snúa aftur til starfa. "Það er yfirstjórnin sem sér um að framfylgja þessum siðareglum og tekur slíkar ákvarðanir," segir Frosti, en eins og áður segir eiga tvímenningarnir sjálfir sæti í stjórninni. Frosti veit ekki til þess að þáttastjórnendur hafi axlað ábyrgð með þessum hætti áður hér á landi. "Nei þetta er alveg fordæmalaust held ég," segir hann. Tengdar fréttir Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Frosti Logason, þáttarstjórnandi útvarpsþáttarins Harmageddon, veit ekki hvort eða hvenær von er á þeim félögum Mána Péturssyni aftur í loftið, en þeim hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Það var Hildur Lilliendahl sem kvartaði til útvarpsstöðvarinnar eftir viðtal sem fór í loftið 22. nóvember síðastliðinn þar sem viðmælandi tvímenninganna talaði "fjálglega um kvenfólk og kynfæri við glaðlegar og gagnrýnislausar undirtektir þáttarstjórnenda". Hildur fór fram á að eitthvað yrði gert í málinu og útvarpsstöðin hefur nú orðið við þeirri ósk. Það var yfirstjórn X-ins 977 sem tók umrædda ákvörðun, en Frosti og Máni eiga báðir sæti í stjórninni. Þeir komu því sjálfir að ákvörðuninni og mótmæltu henni ekki. "Við náttúrlega höfum sjálfir gagnrýnt fjölmiðlafólk sem spyr ekki gagnrýnna spurninga. Í þessu tilfelli vorum við með einhvern vitleysing í viðtali. Þá töldum við bara að ummæli hans myndu dæma sig sjálf," segir Frosti, en viðmælandinn sagði meðal annars að allar konur væru haldnar fíkn í kynlíf og hann myndi lækna konur af þeim sjúkdómi. Viðtalið í heild má nálgast hér að ofan. "Við spurðum hann vissulega ekki gagnrýnna spurninga og okkur var ekki stætt á því að láta þetta kyrrt liggja," segir Frosti og útskýrir að með því að víkja tímabundið frá störfum axli þeir ábyrgð vegna þess. "Við erum hlyntir því að fjölmiðlafólk axli ábyrgð ef það gerir mistök. Við eigum að vera í því hlutverki að spyrja gagnrýnna spurninga og þetta voru klárlega mistök af okkar hálfu," segir Frosti. Siðareglurnar sem tvímenningarnir eru taldir hafa brotið eiga að ýta undir heilindi, drengskap og feminísk viðhorf starfsmanna. Þar segir enn fremur að hvers kyns kvenfyrirlitning kunni að varða sektum eða brottrekstri sem framkvæmdastjórn félagsins ákveður hverju sinni. Umrædd ákvörðun var tekin fyrr í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort þeir snúa aftur til starfa. "Það er yfirstjórnin sem sér um að framfylgja þessum siðareglum og tekur slíkar ákvarðanir," segir Frosti, en eins og áður segir eiga tvímenningarnir sjálfir sæti í stjórninni. Frosti veit ekki til þess að þáttastjórnendur hafi axlað ábyrgð með þessum hætti áður hér á landi. "Nei þetta er alveg fordæmalaust held ég," segir hann.
Tengdar fréttir Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þáttastjórnendum Harmageddon tímabundið vikið úr starfi Stjórnendum Harmageddon á útvarpsstöðinni X 977 hefur verið gert að sæta brottrekstri um óákveðin tíma vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar. Yfirstjórn X-ins 977 hefur tekið þessa ákvörðun í kjölfar formlegrar kvörtunar sem fyrirtækinu 365 barst frá nafntoguðum mannréttindafrömuði. 30. nóvember 2012 17:30