Hamilton og Vettel fljótastir í Abu Dhabi Birgir Þór Harðarson skrifar 2. nóvember 2012 17:30 Hamilton var alveg mjög fljótur á fyrri æfingunni. nordicphotos/afp Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira