Hamilton og Vettel fljótastir í Abu Dhabi Birgir Þór Harðarson skrifar 2. nóvember 2012 17:30 Hamilton var alveg mjög fljótur á fyrri æfingunni. nordicphotos/afp Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira