Eru yfirmenn RÚV og þingmenn heimskir eða óheiðarlegir? Þorkell Máni Pétursson skrifar 2. nóvember 2012 16:57 Það er aðdáunarvert að lesa pistla frá yfirmönnum RÚV þessa daganna. Þeir eru uppfullir af tilhæfislausu þvaðri og kvörtunum um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málefnaskortur þessara manna er sorglegur. Á einhvern óskiljanlegan hátt snýst hann aldrei um það hvernig þessir háu herrar gætu sinnt starfi sínu betur heldur aðallega um einhvern Jón Ásgeir Jóhannesson.Á Íslandi er vinsælt að stunda lýðskrum og blekkingar virðast vera heitasta tískuvaran. Pistlar yfirmanna RÚV eru lýðskrum að því tagi að ef þingmaður á Íslandi hefði skrifað þá myndi hann geyma pistlana stoltur í úrklippubók.Allt tal um það að ríkið afhendi 365 Miðlum um 400 milljónir í auglýsingatímum er t.d. helber lygi. Ef herrarnir á RÚV hefðu gefið sér tíma til að lesa frumvarpið þá kemur þar ekki fram orð um að auglýsingatekjur RÚV verði skertar. Þar kemur hinsvegar fram og stendur vissulega til að leyfileg hámarkslengd auglýsingatíma fari úr 12 mínútum niður í 8 mínútur að hámarki.Þetta væri hugsanlega vandamál ef RÚV hefði verið að selja auglýsingar í 12 mínútur á klukkutíma. En það hafa þeir ekki gert. Hagfræðingurinn Friðrik Friðriksson hefur bent á í rituðum greinum fyrr á þessu ári að auglýsingasala RÚV hefur verið að meðaltali 3,7 mínútur á klukkutíma og 5,2 mínútur á álagstímum.Einnig hlýtur að teljast einstakt að yfirmenn ríkisstofnunnar, sem er virk á samkeppnismarkaði, hafi markaðsstjóra sem virðist aldrei hafa heyrt talað um hugtökin framboð og eftirspurn sem þó eru kennd í flestum hagfræðiáföngum framhaldsskólanna.Það virkar þannig Hr. Markaðsstjóri, að ef eftirspurnin er meiri en framboðið þá hækkar verðið. Það var einmitt það sem gerðist þegar að Fínn Miðill, fyrstur ljósvakamiðla á Íslandi, takmarkaði framboð á auglýsingatímum í dagskrá sinni fyrir um það bil 15 árum síðan.Allar tölur og umræða RÚV um skerta þjónustu og tap vegna auglýsingaákvæða eru því hrein og klár lygi. Ef eitthvað er þá er RÚV að græða meira en áður enda náðu þeir að telja misvitrum þingmönnum trú á því að RÚV þyrfti óskert útvarpsgjald. Það er tímaskekkja að RÚV sé á auglýsingamarkaði og það er ekki boðlegt að yfirmenn þess ráðist að frjálsum fjölmiðlum í tíma og ótíma.Núverandi fyrirkomulag er ekki bara ósiðlegt heldur er það líka ólögmætt samvkæmt eftirlitsstofnun EFTA. Þingmönnum sem og yfirmönnum RÚV virðist vera skítsama og halda áfram eilífum árásum á frjálsa fjölmiðla. Sverðið í þeirri baráttu er yfirleitt maður sem heitir Jón Ásgeir Jóhannesson.Þessum ríkisstarfsmönnum virðist einmitt fyrirmunað að sjá það óréttlæti sem í því felst að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það snýst ekki um eigendur hinna frjálsu miðla. Það snýst um starfsmanninn á símanum hjá Skjánum, það snýst um blaðamanninn hjá DV, sölumanninn hjá Morgunblaðinu, mig, Sveppa Krull og Stínu sminku. Þetta snýst um fjölskyldur okkar sem þurfum ekki bara að líða það að þurfa að greiða samkeppnisaðilum okkar fleiri tugi milljóna í útvarpsgjöld heldur líka að sitja undir áróðri auglýsingamanna, árásum yfirmanna RÚV og tillitslausum þingheimi sem kærir sig kollóttan.Það er sorglegt til þess að hugsa að líklega fái ég ekki að upplifa þann siðferðisþroska að RÚV fari út af auglýsingamarkaði fyrr enn Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn í ríkisstjórn og fyrirtæki eins og DV og 365 verða komin í hendurnar á flokksbundum Sjálfstæðismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er aðdáunarvert að lesa pistla frá yfirmönnum RÚV þessa daganna. Þeir eru uppfullir af tilhæfislausu þvaðri og kvörtunum um nýtt fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Málefnaskortur þessara manna er sorglegur. Á einhvern óskiljanlegan hátt snýst hann aldrei um það hvernig þessir háu herrar gætu sinnt starfi sínu betur heldur aðallega um einhvern Jón Ásgeir Jóhannesson.Á Íslandi er vinsælt að stunda lýðskrum og blekkingar virðast vera heitasta tískuvaran. Pistlar yfirmanna RÚV eru lýðskrum að því tagi að ef þingmaður á Íslandi hefði skrifað þá myndi hann geyma pistlana stoltur í úrklippubók.Allt tal um það að ríkið afhendi 365 Miðlum um 400 milljónir í auglýsingatímum er t.d. helber lygi. Ef herrarnir á RÚV hefðu gefið sér tíma til að lesa frumvarpið þá kemur þar ekki fram orð um að auglýsingatekjur RÚV verði skertar. Þar kemur hinsvegar fram og stendur vissulega til að leyfileg hámarkslengd auglýsingatíma fari úr 12 mínútum niður í 8 mínútur að hámarki.Þetta væri hugsanlega vandamál ef RÚV hefði verið að selja auglýsingar í 12 mínútur á klukkutíma. En það hafa þeir ekki gert. Hagfræðingurinn Friðrik Friðriksson hefur bent á í rituðum greinum fyrr á þessu ári að auglýsingasala RÚV hefur verið að meðaltali 3,7 mínútur á klukkutíma og 5,2 mínútur á álagstímum.Einnig hlýtur að teljast einstakt að yfirmenn ríkisstofnunnar, sem er virk á samkeppnismarkaði, hafi markaðsstjóra sem virðist aldrei hafa heyrt talað um hugtökin framboð og eftirspurn sem þó eru kennd í flestum hagfræðiáföngum framhaldsskólanna.Það virkar þannig Hr. Markaðsstjóri, að ef eftirspurnin er meiri en framboðið þá hækkar verðið. Það var einmitt það sem gerðist þegar að Fínn Miðill, fyrstur ljósvakamiðla á Íslandi, takmarkaði framboð á auglýsingatímum í dagskrá sinni fyrir um það bil 15 árum síðan.Allar tölur og umræða RÚV um skerta þjónustu og tap vegna auglýsingaákvæða eru því hrein og klár lygi. Ef eitthvað er þá er RÚV að græða meira en áður enda náðu þeir að telja misvitrum þingmönnum trú á því að RÚV þyrfti óskert útvarpsgjald. Það er tímaskekkja að RÚV sé á auglýsingamarkaði og það er ekki boðlegt að yfirmenn þess ráðist að frjálsum fjölmiðlum í tíma og ótíma.Núverandi fyrirkomulag er ekki bara ósiðlegt heldur er það líka ólögmætt samvkæmt eftirlitsstofnun EFTA. Þingmönnum sem og yfirmönnum RÚV virðist vera skítsama og halda áfram eilífum árásum á frjálsa fjölmiðla. Sverðið í þeirri baráttu er yfirleitt maður sem heitir Jón Ásgeir Jóhannesson.Þessum ríkisstarfsmönnum virðist einmitt fyrirmunað að sjá það óréttlæti sem í því felst að RÚV sé á auglýsingamarkaði. Það snýst ekki um eigendur hinna frjálsu miðla. Það snýst um starfsmanninn á símanum hjá Skjánum, það snýst um blaðamanninn hjá DV, sölumanninn hjá Morgunblaðinu, mig, Sveppa Krull og Stínu sminku. Þetta snýst um fjölskyldur okkar sem þurfum ekki bara að líða það að þurfa að greiða samkeppnisaðilum okkar fleiri tugi milljóna í útvarpsgjöld heldur líka að sitja undir áróðri auglýsingamanna, árásum yfirmanna RÚV og tillitslausum þingheimi sem kærir sig kollóttan.Það er sorglegt til þess að hugsa að líklega fái ég ekki að upplifa þann siðferðisþroska að RÚV fari út af auglýsingamarkaði fyrr enn Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn í ríkisstjórn og fyrirtæki eins og DV og 365 verða komin í hendurnar á flokksbundum Sjálfstæðismönnum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun