Vegna yfirlýsingar landlæknis Guðmundur Örn Jóhannsson skrifar 2. mars 2012 06:00 Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00 Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þann 23. febrúar sl. sendi landlæknir út yfirlýsingu um að ekki sé mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Svo virtist að tilefni þessarar yfirlýsingar væri bréf sem Framför, krabbameinsfélag karla, hafði í hyggju að senda út til að vekja athygli á þeirri miklu vá sem krabbamein í blöðruhálskirtli er og bent á að PSA mæling gæti nýst til að finna þá einstaklinga sem þurfa á nánari skoðun að halda. Framför fór ekki fram á það í bréfi sínu að hafin væri regluleg, almenn skimun, eins og gert er þegar kemur að brjóstakrabbameini í konum, heldur aðeins benda karlmönnum yfir fimmtugt, á að leita læknis að láta mæla PSA. Ég hef verið búsettur í Englandi og þar segja læknar að karlar eins og ég eigi að láta taka PSA árlega og það er einnig stefna bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna ættu íslenskir karlar ekki að njóta sömu læknisþjónustu? Rök landlæknis eru þau að sé þessi leið farin geti hún leitt til þess að stórir hópar karla fái að óþörfu meðferð sem geti haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka. Vill þá landlæknir meina að þeir sem þegar hafi farið í aðgerð hafi gert það að óþörfu? Er það ekki hlutverk lækna að meta þörfina á inngripi í sjúkdómsferilinn og gefa þeim sem greinast kosti, eins og a) fylgjast með krabbameininu, breyta um lífsstíl og mataræði og fara reglulega í PSA-mælingu b) fara í geislameðferð eða c) láta fjarlægja blöðruhálskirtilinn? Enginn er að hvetja til þess að slíkar ákvarðanir séu teknar út frá PSA-mælingum eingöngu, alltaf þarf að koma til nánari skoðun og í framhaldinu mat og ráðleggingar þar til bærra sérfræðinga. Landlæknir segir að ef blöðruhálskirtilskrabbamein sé að finna í ættarsögu einstaklings sé sjálfsagt að hann fari í skoðun eftir fertugt. Þessum upplýsingum hefur ekki verið haldið nægilega fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá einum né neinum um að ég ætti að fara í skoðun þar sem faðir minn fékk krabbamein í blöðruhálskirtilinn. Það var móðir mín sem hvatti mig til þess og sem betur fer fór ég í tíma. Læknirinn mældi PSA-gildið og sá að það hafði hækkað og óskaði eftir því að ég færi í frekari skoðun. Þá kom í ljós að ég var með krabbamein í kirtlinum. Ég var 48 ára. Þar sem meinið uppgötvaðist svo snemma gat ég farið í svokallaða innri geislun en það er aðgerð sem drepur krabbameinið innan frá og ég fæ að halda kirtlinum og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur ár, hvar hefði ég staðið þá? Hefði krabbameinið aukist? Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn? Hefði ég þurft frekari geislameðferð? Hefði krabbameinið dreift sér? Hefði það farið í beinin? Ég get spurt mig þessara spurninga endalaust. Um 200 konur greinast árlega með brjóstakrabbamein og í mörgum tilvikum hefur regluleg krabbameinsskoðun orðið til þess að það greinist snemma. Við fögnum þeim góða árangri en viljum jafnframt vekja athygli á háum tölum um nýgreinda og dauðsföll af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins og ráðum til úrbóta.
Landlæknir og PSA-mælingar Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. 27. febrúar 2012 11:00
Segja blóðprufu ekki henta til greiningar Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. 25. febrúar 2012 09:00
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun