Viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna við hrunskýrslu Eyrún Ingadóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í byrjun mánaðar kom út skýrsla um fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Skýrslan er afar vönduð, sett fram á mannamáli og úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða á hrós skilið. Fimmti kafli fjallar um Lífeyrissjóð verslunarmanna og áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég geri mér grein fyrir því að það var efnahagshrun sem skýrir hluta af tapi sjóðsins. Hluta af tapinu segi ég því eftir lesturinn koma í hugann orð eins og dómgreindarskortur og vanþekking á lögum og reglum. Síðan hafa viðbrögð Lífeyrissjóðs verslunarmanna í kjölfar skýrslunnar gert illt verra og það hvarflar að manni að fátt sem ekkert hafi breyst þar frá því fyrir hrun. Dómgreindarskortur?Skýrslan telur upp nokkur atriði varðandi LV sem ýmist „vekja athygli“, „vekja nokkra athygli“ og jafnvel „vekja ýmsar spurningar“ eins og það er orðað. Þar er m.a. talað um hlutabréfaeign LV í Kaupþing banka hf. Sjóðurinn keypti hlutabréf á 1. ársfjórðungi 2008 og seldi á 2. ársfjórðungi með umtalsverðu tapi. Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa héldi áfram að falla var aftur keypt á 3. ársfjórðungi. Hægt er að ímynda sér að kaupin hafi verið til þess að reyna hífa upp gengið og komast upp úr öldudalnum til að vernda þá miklu fjárfestingu sem sjóðurinn átti þegar í bankanum. Svo má líka líta svo á að viðskipti LV á 3. ársfjórðungi falli undir alvarlegan dómgreindarskort þar sem formaður sjóðsins var í stjórn Kaupþings og hefði átt að vita hve staðan var alvarleg. Eggin í körfunniSamkvæmt lögum máttu 35% af innlendri hlutabréfaeign lífeyrissjóðs vera í hverju fyrirtæki með samanlagða eign, þ.e. í hlutabréfum, skuldabréfum, skyldum fyrirtækjum, inneignum o.s.frv. Í desember 2008 var þetta hlutfall hækkað í 70% vegna fárra fjárfestingakosta lífeyrissjóða. Á tímabilinu sem nefndin skoðaði nam hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins sem er klárlega yfir þessu marki sem lögin sögðu til um á þeim tíma. Í þessu ljósi er skondið að lesa fréttatilkynningu LV frá 10. febrúar sl. þar sem segir að dreifing áhættu við fjárfestingar sé grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða, að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um LV segir að aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir þeirri áhættu sem lægi í því að fjárfesta í of tengdum aðilum. Er ekki ótrúlegt að stjórnendur LV létu upp undir helming af eign sjóðsins í íslenskum hlutabréfum vera í Kaupþingi og tengdum aðilum? Er ekki líka ótrúlegt að stjórnendur sjóðsins keyptu gjaldeyristryggingar, sem eru í raun afleiður, fyrir meira en 90% af erlendri eign hans á sama tíma og bankarnir keyptu gjaldeyri hver í kapp við annan? Raunar segir orðrétt í skýrslunni: „Hvernig getur það komið heim og saman við langtímasjónarmið að taka jafn mikla áhættu og raun bar vitni við kaup á þessum tryggingum?“ Viðbrögð LVFyrstu vikuna eftir að skýrslan kom út sendi LV sex fréttatilkynningar til að bregðast við gagnrýni á sjóðinn. Í fréttatilkynningu frá 3. febrúar er sagt frá því að LV hafi að verulegu leyti tekið upp þær reglur sem skýrsluhöfundar beindu til sjóðsins. Dæmi er tekið að LV hefði gerst aðili að leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og stjórnarhætti þegar árið 2006. Í skýrslunni er aftur á móti sagt eftirtektarvert að þessi stefnumótun sæist hvergi í fjárfestingarstefnu eða siðareglum LV frá þeim tíma. Svo taka þeir þessar sömu reglur sem dæmi í fréttatilkynningunni um reglur sem þeir hefðu þegar tekið upp og unnið eftir um langa hríð! Hvað með afsökunarbeiðni?Athygli vekur að í þessum sex fréttatilkynningum sem LV sendi vikuna eftir útkomu skýrslunnar er hvergi afsökunarbeiðni til sjóðfélaga. Í tilkynningu formanns stjórnar LV 8. febrúar sl. er bent á að sameiginlegt tap sjóðanna hafi verið 380 milljarðar en ekki 480 milljarðar. Ástæðan er sú að formaðurinn miðar við 1. október 2008, svona eins og kreppan hafi ekki átt sér neinn fyrirvara, þegar skýrsluhöfundar miða við 1. janúar 2008. Slíkar reiknikúnstir munu ekki endurvekja traust sjóðfélaga á Lífeyrissjóði verslunarmanna sem orðið hefur fyrir alvarlegum hnekki. Ég efast ekki um að ýmislegt var vel gert hjá sjóðnum fyrir hrun og jafnvel til fyrirmyndar en þau atriði sem skýrsluhöfundar gera athugasemdir við flokkast ekki með því. Menn þurfa að viðurkenna mistök til að geta lært af þeim.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar