Hálendi án hirðis Snorri Baldursson skrifar 2. mars 2012 15:31 Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í umhverfisráðuneyti er unnið að sameiningu stofnana sem sinna umsýslu friðlanda, þjóðgarða og hugsanlega þjóðskóga. Það er mikilvægur áfangi að því að samræma vörslu lands í þjóðareigu. En ekki má láta þar við sitja. Þjóðlendurnar á miðhálendi Íslands þurfa líka skjól í öflugri stofnun með sýn sem byggir á verndun og sjálfbærri nýtingu. Miðja landsins er eldbrunnin háslétta þakin hraunbreiðum, vikrum og eyðisöndum. Upp úr henni rísa bláhvítar jökulbreiður, snæviþakin eldfjöll, grænir móbergshryggir, formfagrar dyngjur og stapar. Inn á milli eru gróðurvinjar og litskrúðug háhitasvæði og til jaðranna samfelldar grónar heiðar og friðsæl fiskivötn þar sem himbrimi og hávella syngja tregablandna fagnaðarsöngva til lífsins. "Nóttlaus voraldarveröld þar sem víðsýnið skín" kvað Stephan G. Stephansson og fangaði í einni setningu galdur hálendisins og íslenska sumarsins. Þeir sem upplifa þennan galdur verða betri menn því þeir hafa skynjað alheimsandann, fegurðina og eilífðina. Það eru ekki margir staðir á eftir jörðinni sem hafa þennan sama kraft til að umbreyta fólki og óvíða komast vesturlandabúar í sambærilega snertingu við uppruna sinn. Hálendi Íslands er einstök gersemi, langstærsta óbyggða víðerni Evrópu sunnan heimskautsbaugs. Meginhluti þess hefur sem betur fer verið úrskurðaður ævarandi eign þjóðarinnar (sjá: www.obyggd.is ). Hálendi landsins er því ein allra stærsta auðlind landsins til langs tíma litið og er þó af mörgu að taka. En hvernig er þessari þjóðareign sinnt? Hvernig göngum við um þjóðlendurnar? Forsætisráðuneytið fer með umsjá þeirra og hefur einn starfsmann til að sinna málefnum sem tengjast þeim. Einnig er starfandi samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna þar sem fulltrúar nokkurra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga eiga sæti. Hlutverk nefndarinnar er að vera forsætisráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda (skáletrun SB) innan þjóðlendna, eins og segir á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Umsjón ríkisins með þjóðlendunum og þar með drjúgum hluta miðhálendisins er því mjög takmörkuð. Hún snýr ekki að verndun og sjálfbærri nýtingu þess, að því er virðist, heldur fyrst og fremst að því að ráðstafa réttindum til þeirra aðila sem eiga, eða telja sig eiga, ítök vegna ýmiskonar hlunninda og atvinnureksturs, beitar, veiða, vatnsréttinda, virkjana, útivistar og ferðamennsku. Hagsmunirnir eru miklir og vaxandi og margir sjá tækifæri. Ríkið/þjóðin á þetta land en ýmsir eru að ráðskast með það, stofnanir, sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og einstaklingar. Þjóðlendurnar á hálendinu eru í raun án hirðis og fyrir vikið ríkir þar víða stjórnleysi. Vega- og slóðakerfið er óburðugt, merkingar ýmist vantar eða eru ósamstæðar, verndaraðgerðir eru litlar sem engar, mannvirki rísa á ólíklegustu stöðum, fræðsla, landvarsla og löggæsla er í mýflugumynd og ferðamenn vita oft ekki sitt rjúkandi ráð. Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi mál upp á nýtt og fara að sinna hálendinu af þeirri fyrirhyggju og virðingu sem því ber. Hálendið er eitt af gulleggjum þjóðarinnar. Það þarf að skoða og meta sem eina heild, vernda sem heild, skipuleggja sem heild og sinna því sem heild í einni öflugri stofnun. Lítum til annarra þjóða, svo sem Norðmanna, Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna, hvernig þær sinna sínum þjóðlöndum. Lærum af þeim og látum heildarhagsmuni Íslendinga ráða för.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar