Almenningur ræður framámönnunum Andrés Magnússon skrifar 18. október 2012 06:00 Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun