Almenningur ræður framámönnunum Andrés Magnússon skrifar 18. október 2012 06:00 Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Rithöfundurinn Charles Bukowski var eitt sinn inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki meira þjóðfélagslega meðvitaður í skrifum sínum. Hann svaraði að í raun og veru hefði þetta verið miklu betra áður en lýðræðið kom til, þá skipuðu yfirvöldin þér fyrir í einu og öllu; nú þarftu fyrst að kjósa þá og svo skipa þeir þér fyrir! Bukowski blessaður var ekki sá eini sem hafði litla trú á að almenningur fengi nokkru að ráða þótt „stjórnmálaflokka tilhögun“ (einnig kallað lýðræði) væri komið á. Þegar Grikkir til forna voru að þreifa sig áfram með þróun lýðræðis þá komust þeir fljótt að því að fulltrúalýðræðið væri svo gallað að þeir aflögðu það og tóku í staðinn upp aðrar aðferðir sem þeim fannst endurspegla betur vilja almennings. Skoðanakannanir á Íslandi hafa til dæmis um langt árabil sýnt að 70-80% þjóðarinnar eru á móti kvótakerfinu, samt hafa breytingar á því alltaf verið stoppaðar af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi. Alls konar sérhagsmunir og peningar hafa greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum og stundum virkar fulltrúasamkundan sem flöskuháls fyrir vilja almennings frekar en farvegur fyrir hann. Prófkjör er ein af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið til þess að tempra einveldi stjórnmálaflokka og ljá almenningi meiri áhrif. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir þar til að næsta prófkjörshrina hefst. Lítum á nokkra galla við prófkjör: Hver flokkur fyrir sig semur flóknar prófkjörsreglur, flókin og óljós kæruferli, engin utankjörfundakosning, langir framboðsfrestir, mismunandi aldurstakmörk, tímafrekt, fjárfrekt fyrir frambjóðendur o.s.frv. Smölun tíðkast, menn sem ætla sér ekki að kjósa viðkomandi flokk kjósa samt í prófkjöri hans. Stundum er reynt að koma í veg fyrir smölun með því að láta kosta að ganga í flokkinn fyrir kosningar, þ.e. menn greiða fyrir að taka þátt í prófkjöri; stundum greiðir sá sem er að smala flokksgjaldið fyrir hinn smalaða og þannig geta fjársterkir aðilar smalað meira í prófkjör en aðrir. En aðalgallinn er að aðeins hinir flokksbundnu geta kosið í prófkjöri, allir hinir sem munu kjósa flokkinn í næstu kosningum en eru ekki meðlimir í flokknum ráða engu um hverjir verða efstir og fara inn á þing. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu vandamáli, reyndar er rauði þráðurinn í henni einmitt að tempra einveldi stjórnmálaflokkanna og færa valdið nær almenningi, í þessu tilviki með því að almenningur, sérhver kjósandi í kjörklefanum krossar við þá einstaklinga sem hann vill að verði efstu mennirnir á sínum lista. Þá leysast öll vandamálin varðandi prófkjörin sem að ofan eru rakin, í reynd verða prófkjörin færð inn í kjörklefann. Þetta er reyndar svo sjálfsögð lýðræðisbót að hún hefur fyrir löngu verið tekin upp í mörgum nágrannalöndum okkar. Þetta er bara eitt dæmi um þau fjölmörgu atriði í nýjum stjórnarskrárdrögum sem færa almenningi meiri áhrif í stjórn landsins; önnur eru t.d. að almenningur getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur o.s.frv. Þann 20. okt. verður þér boðið að hafa völdin sjálf/ur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar