Norðmenn horfa til Íslands í haustfríinu 18. október 2012 05:00 Fleiri ferðamenn sækja Reykjavík heim fram eftir hausti en aðra hluta landsins. Fréttablaðið/Stefán Reykjavík er vinsælasti áfangastaður Norðmanna í árvissum haustfríum samkvæmt uppflettingum á Dohop.no. Evrópulönd eru vinsælust, þótt sól og hiti heilli líka. „Aufúsugestir og sækja mikið hingað,“ segir framkvæmdastjóri SAF. Reykjavík er efst á lista áfangastaða sem norskir ferðamenn hafa leitað á ferðaþjónustuvefnum Dohop.no fyrir árviss haustfrí þar í landi. Frá þessu er greint á norska ferðavefnum Boarding.no, en í öðru og þriðja sæti eru Lundúnir og París. Haustfrí í Noregi eru í 40. og 41. viku ársins, og því horft til leita eftir ferðum á því tímabili í Noregi, frá 28. september og heimferð fyrir 14. október. „Haustfríið er bara vika og áfangastaðir í Evrópu vinsælastir vegna þess að þá þarf ekki að ferðast um langan veg í leit að áhugaverðum borgum, og auðvelt að finna hlýja og sólríka áfangastaði,“ hefur Boarding.no eftir Davíð Gunnarssyni, sölu- og markaðsstjóra Dohop, sem er íslenskur leitar- og bókunarvefur fyrir ferðir, bílaleigubíla og hótel. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir greinileg merki þess að hér sé vetrarferðamennska að aukast, enda hafi allir þeir sem að málum koma tekið höndum saman um að svo gæti orðið. „Þetta er annar veturinn í röð sem við erum í þeirri vinnu undir merkjum Ísland allt árið og það er auðvitað verulega verið að taka á í þessari vinnu á þessum helstu mörkuðum. Þannig að við sjáum mikla aukningu yfir veturinn.“ Erna segir að nokkru muni á þessu tímabili 40. og 41. viku hversu mikið sé að gera í ferðamennsku eftir því til hvaða landshluta er horft. „Auðvitað er talsverð umferð hér í Reykjavík,“ segir hún. Víðast hvar úti á landi er hins vegar mjög lítið um að vera yfir vetrartímann, þótt sums staðar megi merkja aukningu. Hún áréttar að um viðkvæman markað sé að ræða því allar þjóðir vilji auka hjá sér vetrarumferð og samkeppnin því hörð um hvern ferðamann. „Í gangi eru alls konar tilboð og lægri verð og annað slíkt til að ná í viðskiptavininn, því um leið og búið er að ná honum til landsins þá verslar hann og á alls konar viðskipti sem skipta máli fyrir þjóðarbúið.“ Í þessu samhengi hljóti Norðmenn að vera ofarlega á óskalista yfir ferðamenn hingað til lands. „Auðvitað er öllum ljóst að kaupgeta Norðmanna er ágæt og þeir vanir háum verðum í Noregi. Þeir eru aufúsugestir og sækja mikið hingað.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Reykjavík er vinsælasti áfangastaður Norðmanna í árvissum haustfríum samkvæmt uppflettingum á Dohop.no. Evrópulönd eru vinsælust, þótt sól og hiti heilli líka. „Aufúsugestir og sækja mikið hingað,“ segir framkvæmdastjóri SAF. Reykjavík er efst á lista áfangastaða sem norskir ferðamenn hafa leitað á ferðaþjónustuvefnum Dohop.no fyrir árviss haustfrí þar í landi. Frá þessu er greint á norska ferðavefnum Boarding.no, en í öðru og þriðja sæti eru Lundúnir og París. Haustfrí í Noregi eru í 40. og 41. viku ársins, og því horft til leita eftir ferðum á því tímabili í Noregi, frá 28. september og heimferð fyrir 14. október. „Haustfríið er bara vika og áfangastaðir í Evrópu vinsælastir vegna þess að þá þarf ekki að ferðast um langan veg í leit að áhugaverðum borgum, og auðvelt að finna hlýja og sólríka áfangastaði,“ hefur Boarding.no eftir Davíð Gunnarssyni, sölu- og markaðsstjóra Dohop, sem er íslenskur leitar- og bókunarvefur fyrir ferðir, bílaleigubíla og hótel. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir greinileg merki þess að hér sé vetrarferðamennska að aukast, enda hafi allir þeir sem að málum koma tekið höndum saman um að svo gæti orðið. „Þetta er annar veturinn í röð sem við erum í þeirri vinnu undir merkjum Ísland allt árið og það er auðvitað verulega verið að taka á í þessari vinnu á þessum helstu mörkuðum. Þannig að við sjáum mikla aukningu yfir veturinn.“ Erna segir að nokkru muni á þessu tímabili 40. og 41. viku hversu mikið sé að gera í ferðamennsku eftir því til hvaða landshluta er horft. „Auðvitað er talsverð umferð hér í Reykjavík,“ segir hún. Víðast hvar úti á landi er hins vegar mjög lítið um að vera yfir vetrartímann, þótt sums staðar megi merkja aukningu. Hún áréttar að um viðkvæman markað sé að ræða því allar þjóðir vilji auka hjá sér vetrarumferð og samkeppnin því hörð um hvern ferðamann. „Í gangi eru alls konar tilboð og lægri verð og annað slíkt til að ná í viðskiptavininn, því um leið og búið er að ná honum til landsins þá verslar hann og á alls konar viðskipti sem skipta máli fyrir þjóðarbúið.“ Í þessu samhengi hljóti Norðmenn að vera ofarlega á óskalista yfir ferðamenn hingað til lands. „Auðvitað er öllum ljóst að kaupgeta Norðmanna er ágæt og þeir vanir háum verðum í Noregi. Þeir eru aufúsugestir og sækja mikið hingað.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira