Fær ekki bætur fyrir "smekklaus ummæli“ BBI skrifar 18. október 2012 17:00 Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur. Mynd/HAG Hæstiréttur hafnaði í dag kröfum Heiðars Más Guðjónssonar um ómerkingu ummæla og miskabætur vegna fréttaflutnings í DV. Ummælin sem um ræddi þóttu mikilvæg í þjóðfélagsumræðu og þó þau hefðu að einhverju leyti verið sett fram af smekkleysi hefðu þau átt brýnt erindi til almennings. Í umfjöllun DV um íslensku krónuna, stöðu hennar fyrir hrun og gengislækkun eftir hrun var Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir sagður hafa tekið stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007. Hann var einnig sagður hafa plottað árás á krónuna. Þetta var Heiðar ekki sáttur við né heldur orðaval ritstjórnar DV sem kallaði hann „Krónuníðing" og sagði hann „hljóma eins og landráðamann". Hæstiréttur komst í fyrsta lagi að því að síðarnefndu ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, en fólk hefur almennt meira frelsi um að tjá gildisdóma sína og þarf ekki að leiða að þeim sönnur. Þó verður að gera þá kröfu að gildisdómar eigi sér einhverja stoð í staðreyndum máls. Ummæli DV þóttu óþarflega ósmekkleg en þó var fallist á að þau hefðu nægileg tengsl við staðreyndir. Því var ekki fallist á ómerkingu þeirra. Í öðru lagi þótti ritstjórnin hafa stutt ummæli sín með nægilegum gögnum um að Heiðar hefði plottað árás á krónuna og tekið stöðu gegn henni. Umfjöllunina byggðu blaðamennirnir m.a. á tölvupósti og minnisblaði sem Heiðar ritaði sjálfur þar sem fram kemur að Novator hafi tekið skortstöðu í íslensku krónunni. Hæstiréttur taldi þessi gögn nægilega stoð undir umfjöllun blaðamannanna. Kröfum Heiðars um miskabætur og ómerkingu var því hafnað.Ósáttur við niðurstöðuna Heiðar harmar niðurstöðu Hæstaréttar og telur að DV hafi komist upp með að sanna ekki til hlítar fullyrðingar sínar. Hann telur þó að sú niðurstaða dómsins að DV beri sjálft sinn kostnað af málarekstrinum sýni að ekki hafi verið tilefnislaust af hans hálfu að láta reyna á rétt sinn. Niðurstaðan vekur hjá honum spurningar um hver mörk tjáningafrelsisins séu. „Það er ofar mínum skilningi að í tjáningafrelsinu felist nú réttur til að bera borgara sökum án þess að þurfa svo að færa fram fullar sönnur fyrir staðhæfingum sínum. Ég skil ekki að slíkt sé talið mikilvægt til að tryggja opna, lýðræðislega umræðu í samfélaginu," segir hann í tilkynningu. Heiðar segir að enn sé öðru máli hans gegn DV ólokið og spennandi verði að sjá niðurstöðuna úr því. „Í hinu síðara vil ég að því sé svarað hversu langt fjölmiðlar geti gengið í að ausa borgarana svívirðingum, t.d. kallað þá vitskerta, áður en komið er út fyrir endimörk tjáningarfrelsisins," segir hann. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfum Heiðars Más Guðjónssonar um ómerkingu ummæla og miskabætur vegna fréttaflutnings í DV. Ummælin sem um ræddi þóttu mikilvæg í þjóðfélagsumræðu og þó þau hefðu að einhverju leyti verið sett fram af smekkleysi hefðu þau átt brýnt erindi til almennings. Í umfjöllun DV um íslensku krónuna, stöðu hennar fyrir hrun og gengislækkun eftir hrun var Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir sagður hafa tekið stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2006 og 2007. Hann var einnig sagður hafa plottað árás á krónuna. Þetta var Heiðar ekki sáttur við né heldur orðaval ritstjórnar DV sem kallaði hann „Krónuníðing" og sagði hann „hljóma eins og landráðamann". Hæstiréttur komst í fyrsta lagi að því að síðarnefndu ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, en fólk hefur almennt meira frelsi um að tjá gildisdóma sína og þarf ekki að leiða að þeim sönnur. Þó verður að gera þá kröfu að gildisdómar eigi sér einhverja stoð í staðreyndum máls. Ummæli DV þóttu óþarflega ósmekkleg en þó var fallist á að þau hefðu nægileg tengsl við staðreyndir. Því var ekki fallist á ómerkingu þeirra. Í öðru lagi þótti ritstjórnin hafa stutt ummæli sín með nægilegum gögnum um að Heiðar hefði plottað árás á krónuna og tekið stöðu gegn henni. Umfjöllunina byggðu blaðamennirnir m.a. á tölvupósti og minnisblaði sem Heiðar ritaði sjálfur þar sem fram kemur að Novator hafi tekið skortstöðu í íslensku krónunni. Hæstiréttur taldi þessi gögn nægilega stoð undir umfjöllun blaðamannanna. Kröfum Heiðars um miskabætur og ómerkingu var því hafnað.Ósáttur við niðurstöðuna Heiðar harmar niðurstöðu Hæstaréttar og telur að DV hafi komist upp með að sanna ekki til hlítar fullyrðingar sínar. Hann telur þó að sú niðurstaða dómsins að DV beri sjálft sinn kostnað af málarekstrinum sýni að ekki hafi verið tilefnislaust af hans hálfu að láta reyna á rétt sinn. Niðurstaðan vekur hjá honum spurningar um hver mörk tjáningafrelsisins séu. „Það er ofar mínum skilningi að í tjáningafrelsinu felist nú réttur til að bera borgara sökum án þess að þurfa svo að færa fram fullar sönnur fyrir staðhæfingum sínum. Ég skil ekki að slíkt sé talið mikilvægt til að tryggja opna, lýðræðislega umræðu í samfélaginu," segir hann í tilkynningu. Heiðar segir að enn sé öðru máli hans gegn DV ólokið og spennandi verði að sjá niðurstöðuna úr því. „Í hinu síðara vil ég að því sé svarað hversu langt fjölmiðlar geti gengið í að ausa borgarana svívirðingum, t.d. kallað þá vitskerta, áður en komið er út fyrir endimörk tjáningarfrelsisins," segir hann.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira