Rekja hundaskítinn til eigandans Hugrún Halldórsdóttir skrifar 18. október 2012 20:00 Ef erfðagreining yrði gerð á öllum hundum hér á landi væri tiltölulega auðvelt að hafa upp á þeim hundaeigendum sem skilja skít eftir ferfætlinga sína á víðavangi. Tvöhundruð íslenskir hundar hafa þegar verið greindir. Matís hefur boðið upp á erfðagreiningu á dýrum en hana hafa hundaræktendur til að mynda nýtt sér til að fá staðfest ætterni hunda. „Ástarlíf hunda virðist vera frekar flókið," segir Ragnar Jóhansson, fagstjóri hjá Matís. „Þú getur með vissum hætti sagt hver móðirin er en það geta verið tveir til þrír feður að gotinu." Tvö hundruð hundar hafa verið erfðagreindir á síðustu þremur árum en Matís hefur nú gengið skrefinu lengra og látið magna upp erfðaefni úr hundaskít. Þessa tækni væri hægt að nota til að rekja hundaskít á víðavangi aftur til eigenda, en þá þyrfti að sjálfsögðu að erfðagreina mun fleiri hunda hér á landi. „Það hafa verið þróuð sérstök einangrunarpróf sem hafa verið notuð í glæparannsóknum erlendis og þá væntanlega við þennan tiltekna glæp líka. Þannig er hægt að nota þessa sömu aðferðarfræði til að rekja slóðina frá skítnum til hundsins. Erfðagreiningin sjálf kostar tæpar níuþúsund krónur en greining á hundaskít er aðeins dýrari að sögn Ragnars sem bætir við að nokkur sveitarfélög hafi viðrað þá hugmynd að greina alla hunda sína til að geta auðveldlega haft upp á þeim sem skilja hundaskít eftir á víðavangi. „Einhverjir sveitastjórnarmenn voru að spá akkúrat í þessu atriði. Þetta er raunhæfur möguleikir að því gefnu að við fáum fersk sýni." Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Ef erfðagreining yrði gerð á öllum hundum hér á landi væri tiltölulega auðvelt að hafa upp á þeim hundaeigendum sem skilja skít eftir ferfætlinga sína á víðavangi. Tvöhundruð íslenskir hundar hafa þegar verið greindir. Matís hefur boðið upp á erfðagreiningu á dýrum en hana hafa hundaræktendur til að mynda nýtt sér til að fá staðfest ætterni hunda. „Ástarlíf hunda virðist vera frekar flókið," segir Ragnar Jóhansson, fagstjóri hjá Matís. „Þú getur með vissum hætti sagt hver móðirin er en það geta verið tveir til þrír feður að gotinu." Tvö hundruð hundar hafa verið erfðagreindir á síðustu þremur árum en Matís hefur nú gengið skrefinu lengra og látið magna upp erfðaefni úr hundaskít. Þessa tækni væri hægt að nota til að rekja hundaskít á víðavangi aftur til eigenda, en þá þyrfti að sjálfsögðu að erfðagreina mun fleiri hunda hér á landi. „Það hafa verið þróuð sérstök einangrunarpróf sem hafa verið notuð í glæparannsóknum erlendis og þá væntanlega við þennan tiltekna glæp líka. Þannig er hægt að nota þessa sömu aðferðarfræði til að rekja slóðina frá skítnum til hundsins. Erfðagreiningin sjálf kostar tæpar níuþúsund krónur en greining á hundaskít er aðeins dýrari að sögn Ragnars sem bætir við að nokkur sveitarfélög hafi viðrað þá hugmynd að greina alla hunda sína til að geta auðveldlega haft upp á þeim sem skilja hundaskít eftir á víðavangi. „Einhverjir sveitastjórnarmenn voru að spá akkúrat í þessu atriði. Þetta er raunhæfur möguleikir að því gefnu að við fáum fersk sýni."
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira