Lífið

Prufur fyrir Vonarstræti á morgun

Þorvaldur Davíð.
Þorvaldur Davíð. Mynd/Anton
Leikaraprufur fyrir fyrir kvikmyndina Vonarstræti fara fram á morgun milli klukkan 10 og 16. Leitað er að 5-8 ára og 13-17 ára stelpum í myndina sem Baldvin Z (Órói) leikstýrir og Þorvaldur Davíð, Hera Hilmars og Þorsteinn Bachmann leika einnig í. Prufurnar fara fram í Bankastræti 11.

Vonarstræti gerist í Reykjavík árið 2006. Myndin fjallar um þrjá einstaklinga sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu: Móri (leikinn af Þorsteini Bachmann) er fyllibytta og rithöfundur sem hefur nýlokið við að skrifa sjálfævisögu sína. Hann berst við fortíðardrauga í leit að fyrirgefningu við hinu ófyrirgefanlega. Eik (Hera Hilmars) er ung móðir og leikskólakennari sem er flækt inn í vændi til að geta séð fyrir sér og dóttir sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er frægur fyrrum knattspyrnumaður sem virðist vera á réttri leið í viðskiptaheiminum áður en allt fer til helvítis.

Vonarstræti verður frumsýnd haustið 2013.


Tengdar fréttir

Vantar leikara til að leika á móti Þorvaldi Davíð

Vonarstræti er heiti á nýrri mynd sem Baldvin Z leikstýrir. Þetta er önnur kvikmynd hans, en hann leikstýrði jafnframt myndinni Órói. Um er að ræða mikla dramamynd sem verður tekin upp í byrjun næsta árs á Íslandi og víðar. "Ég er að byrja þetta skemmtilega ferli að finna leikara inn í Vonarstræti," segir Baldvin í samtali við Vísi. Hann bætir því við að hann vanti þrjár 5-8 ára gamlar stelpur og eina 13 - 17 ára til að leika í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.