Makrílveiðar – sjálfbær stjórnun fiskistofnsins? Lisbeth Berg-Hansen skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Það gerist ekki oft að frændþjóðirnar Norðmenn og Íslendingar séu algjörlega á öndverðum meiði en það hendir þó stöku sinnum í samningaviðræðum þeirra um fiskveiðimál og skiptingu veiðikvóta. Ríkin tvö eiga þó jafnframt mikilvægra sameiginlegra hagsmuna að gæta einmitt á þessu sviði, hagsmuna sem varða ábyrga og sjálfbæra stjórn auðlinda í hafi, og þau eru sammála um mikilvægar meginreglur þeirra. Sem sjávarútvegsráðherra legg ég aðaláherslu á að standa líka föst á þessum hagsmunum þegar kemur að deilum um makrílveiðar. Viðbrögð og athugasemdir á opinberum vettvangi á Íslandi eftir síðustu samningalotu í Reykjavík benda til þess að margir hafi ekki áttað sig á forsendum þeirrar afstöðu sem Norðmenn hafa og því vil ég nota þetta tækifæri til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum okkar. Enginn vafi leikur á því að ábyrg stjórnun fiskistofna á tímabilinu fram til 2010 hefur stuðlað að stofnstækkun í makríl og að göngur hans hafa breyst þannig að hluti stofnsins fer nú inn í íslenska fiskveiðilögsögu að sumri til. Einnig er meiri makríll í færeyskri lögsögu en áður fyrr. Bæði Norðmenn og ESB viðurkenna þess vegna rétt Íslendinga og Færeyinga til stærri hluta af veiðikvótanum. Sú er ástæða þess að við höfum boðið bæði Íslendingum og Færeyingum umtalsvert stærri hluta kvótans en hefð hefur verið fyrir að þessar þjóðir hafi fengið. Áður fyrr veiddu Íslendingar að jafnaði tæplega hálft prósent heildarkvótans en Færeyingar tæp fimm af hundraði hans. Engu að síður hafa bæði Íslendingar og Færeyingar nú, þriðja árið í röð, einhliða úthlutað sjálfum sér kvóta sem nemur vel yfir 20% af tillögum um heildarkvóta. Bæði Norðmenn og ESB viðurkenna að makrílveiðar skipta bæði Íslendinga og Færeyinga miklu en í samningaviðræðunum um makrílinn virðast þessar tvær þjóðir þó hafa gleymt því að sama máli gegnir um bæði Noreg og ESB. Í Noregi er löng hefð fyrir bæði veiðum og rannsóknum á makríl og 500 til 600 fiskiskip treysta að meira eða minna leyti á makrílveiðar. Mörg strandsamfélög og fyrirtæki í Noregi og ESB eru ekki síður háð því að makrílveiðar tryggi bæði atvinnu og tekjur. Það verður að teljast ólíklegt að Íslendingar, sem aðeins hafa stundað makrílveiðar í fáein ár, eða Færeyingar með sinn fasta kvóta til langs tíma litið, séu orðnir háðari makrílveiðum en fyrrnefndir aðilar. Við Norðmenn höfum lengi unnið að langtímasamningi sem leggur áherslu á svæðaskiptingu til lengri tíma litið og á fiskveiðar í sögulegu samhengi. Það eru þekktar meginreglur um skiptingu sameiginlegra fiskistofna og Íslendingar hafa einnig beitt þeim sem forsendum í fyrri samningaviðræðum. Íslendingar beittu svo seint sem árið 2007 rökum um svæðaskiptingu til fjögurra áratuga litið í samningaviðræðum um norsk-íslenska síldarstofninn en þegar að samningum um makrílveiðar kemur, miða þeir hins vegar kröfur sínar við svæðaskiptinguna á grundvelli síðustu tveggja ára. Þar eru þeir ósamkvæmir sjálfum sér. Ég er þeirrar skoðunar að svæðaskiptingin verði líka að byggjast á dreifingu makrílsins allt árið. Ekki er hægt að finna sanngjarnari deilitölu. Henni hefur verið beitt með góðum árangri við úthlutun kvóta í mörgum fiskistofnum í Norðaustur-Atlantshafi. Norðmenn geta lagt fram skjalfestar vísindalegar niðurstöður þess efnis að makríllinn hafi um áraraðir haldið sig að umtalsverðu leyti á norsku hafsvæði. Norðmenn krefjast raunar minni hluta í kvótanum en hægt væri að gera kröfu um á grundvelli vísindalegra gagna. Íslendingar byggja hins vegar kröfur sínar á svæðaskiptingu aðeins yfir sumarmánuðina. Því er haldið fram að rúmlega 20% makrílsins haldi sig í íslensku fiskveiðilögsögunni á þeim tíma árs. Í kröfugerðinni er hins vegar ekkert tillit tekið til þess að mjög lítið er um makríl í íslenskri lögsögu á öðrum tímum árs. Haldi makríllinn sig innan íslenskrar lögsögu í þrjá mánuði á ári, þýðir það um 5% að meðaltali yfir árið allt. Þær vísindarannsóknir sem Íslendingar leggja til grundvallar kröfum sínum hafa sýnt að rúmlega 40% makrílsins hafa á sama tíma verið í norskri fiskveiðilögsögu. Við höfum þó ekki aukið kröfur okkar af þeirri ástæðu. Ég tel að augnabliks yfirlitsmynd til skamms tíma litið, sem eingöngu nær til hagstæðustu mánaðanna, geti aldrei orðið grundvöllur úthlutunar á makrílkvóta. Af grein íslenska sjávarútvegsráðherrans má sjá að Íslendingar hafa reynt að verja aukna kvóta með vísan til þyngdaraukningar makríls í íslenskri fiskveiðilögsögu. Færeyingar beita einnig sömu rökum. Hefðu hins vegar Norðmenn og ESB, sem eiga tvímælalaust tilkall til stærsta hluta makrílstofnsins, nýtt sér þessi rök við ákvörðun á kvóta, hefði makrílstofninn hrunið á skömmum tíma vegna ofveiði og algjörlega óverjandi fiskveiðistjórnunar. Engar vísindalegar niðurstöður styðja þessa afstöðu. Íslendingar og Færeyingar hafa kosið að stunda makrílveiðar sem eru á skjön við bæði hafréttarsamning og sjálfbæra fiskveiðistjórnun. Ég álít að skipting sameiginlegra stofna verði að byggjast á bestu vísindalegu gögnum og að í þessu sambandi skuli lögð aðaláhersla á svæðaskiptingu, fiskveiðar í sögulegu samhengi og gagnkvæma virðingu fyrir þörfum viðsemjenda fyrir veiðarnar. Þetta er reyndar samhljóma hafréttarsamningi. Vilji Íslendingar og Færeyingar að kröfur þeirra verði teknar alvarlega, þarf rökfærsla þeirra að byggjast á þeim grundvelli en ekki því að skammta sér sjálfir kvóta á óábyrgan hátt. Öll strandríki bera ábyrgð á því að stuðla að sjálfbærri þróun. Norðmenn og ESB bera ekki ein þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það gerist ekki oft að frændþjóðirnar Norðmenn og Íslendingar séu algjörlega á öndverðum meiði en það hendir þó stöku sinnum í samningaviðræðum þeirra um fiskveiðimál og skiptingu veiðikvóta. Ríkin tvö eiga þó jafnframt mikilvægra sameiginlegra hagsmuna að gæta einmitt á þessu sviði, hagsmuna sem varða ábyrga og sjálfbæra stjórn auðlinda í hafi, og þau eru sammála um mikilvægar meginreglur þeirra. Sem sjávarútvegsráðherra legg ég aðaláherslu á að standa líka föst á þessum hagsmunum þegar kemur að deilum um makrílveiðar. Viðbrögð og athugasemdir á opinberum vettvangi á Íslandi eftir síðustu samningalotu í Reykjavík benda til þess að margir hafi ekki áttað sig á forsendum þeirrar afstöðu sem Norðmenn hafa og því vil ég nota þetta tækifæri til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum okkar. Enginn vafi leikur á því að ábyrg stjórnun fiskistofna á tímabilinu fram til 2010 hefur stuðlað að stofnstækkun í makríl og að göngur hans hafa breyst þannig að hluti stofnsins fer nú inn í íslenska fiskveiðilögsögu að sumri til. Einnig er meiri makríll í færeyskri lögsögu en áður fyrr. Bæði Norðmenn og ESB viðurkenna þess vegna rétt Íslendinga og Færeyinga til stærri hluta af veiðikvótanum. Sú er ástæða þess að við höfum boðið bæði Íslendingum og Færeyingum umtalsvert stærri hluta kvótans en hefð hefur verið fyrir að þessar þjóðir hafi fengið. Áður fyrr veiddu Íslendingar að jafnaði tæplega hálft prósent heildarkvótans en Færeyingar tæp fimm af hundraði hans. Engu að síður hafa bæði Íslendingar og Færeyingar nú, þriðja árið í röð, einhliða úthlutað sjálfum sér kvóta sem nemur vel yfir 20% af tillögum um heildarkvóta. Bæði Norðmenn og ESB viðurkenna að makrílveiðar skipta bæði Íslendinga og Færeyinga miklu en í samningaviðræðunum um makrílinn virðast þessar tvær þjóðir þó hafa gleymt því að sama máli gegnir um bæði Noreg og ESB. Í Noregi er löng hefð fyrir bæði veiðum og rannsóknum á makríl og 500 til 600 fiskiskip treysta að meira eða minna leyti á makrílveiðar. Mörg strandsamfélög og fyrirtæki í Noregi og ESB eru ekki síður háð því að makrílveiðar tryggi bæði atvinnu og tekjur. Það verður að teljast ólíklegt að Íslendingar, sem aðeins hafa stundað makrílveiðar í fáein ár, eða Færeyingar með sinn fasta kvóta til langs tíma litið, séu orðnir háðari makrílveiðum en fyrrnefndir aðilar. Við Norðmenn höfum lengi unnið að langtímasamningi sem leggur áherslu á svæðaskiptingu til lengri tíma litið og á fiskveiðar í sögulegu samhengi. Það eru þekktar meginreglur um skiptingu sameiginlegra fiskistofna og Íslendingar hafa einnig beitt þeim sem forsendum í fyrri samningaviðræðum. Íslendingar beittu svo seint sem árið 2007 rökum um svæðaskiptingu til fjögurra áratuga litið í samningaviðræðum um norsk-íslenska síldarstofninn en þegar að samningum um makrílveiðar kemur, miða þeir hins vegar kröfur sínar við svæðaskiptinguna á grundvelli síðustu tveggja ára. Þar eru þeir ósamkvæmir sjálfum sér. Ég er þeirrar skoðunar að svæðaskiptingin verði líka að byggjast á dreifingu makrílsins allt árið. Ekki er hægt að finna sanngjarnari deilitölu. Henni hefur verið beitt með góðum árangri við úthlutun kvóta í mörgum fiskistofnum í Norðaustur-Atlantshafi. Norðmenn geta lagt fram skjalfestar vísindalegar niðurstöður þess efnis að makríllinn hafi um áraraðir haldið sig að umtalsverðu leyti á norsku hafsvæði. Norðmenn krefjast raunar minni hluta í kvótanum en hægt væri að gera kröfu um á grundvelli vísindalegra gagna. Íslendingar byggja hins vegar kröfur sínar á svæðaskiptingu aðeins yfir sumarmánuðina. Því er haldið fram að rúmlega 20% makrílsins haldi sig í íslensku fiskveiðilögsögunni á þeim tíma árs. Í kröfugerðinni er hins vegar ekkert tillit tekið til þess að mjög lítið er um makríl í íslenskri lögsögu á öðrum tímum árs. Haldi makríllinn sig innan íslenskrar lögsögu í þrjá mánuði á ári, þýðir það um 5% að meðaltali yfir árið allt. Þær vísindarannsóknir sem Íslendingar leggja til grundvallar kröfum sínum hafa sýnt að rúmlega 40% makrílsins hafa á sama tíma verið í norskri fiskveiðilögsögu. Við höfum þó ekki aukið kröfur okkar af þeirri ástæðu. Ég tel að augnabliks yfirlitsmynd til skamms tíma litið, sem eingöngu nær til hagstæðustu mánaðanna, geti aldrei orðið grundvöllur úthlutunar á makrílkvóta. Af grein íslenska sjávarútvegsráðherrans má sjá að Íslendingar hafa reynt að verja aukna kvóta með vísan til þyngdaraukningar makríls í íslenskri fiskveiðilögsögu. Færeyingar beita einnig sömu rökum. Hefðu hins vegar Norðmenn og ESB, sem eiga tvímælalaust tilkall til stærsta hluta makrílstofnsins, nýtt sér þessi rök við ákvörðun á kvóta, hefði makrílstofninn hrunið á skömmum tíma vegna ofveiði og algjörlega óverjandi fiskveiðistjórnunar. Engar vísindalegar niðurstöður styðja þessa afstöðu. Íslendingar og Færeyingar hafa kosið að stunda makrílveiðar sem eru á skjön við bæði hafréttarsamning og sjálfbæra fiskveiðistjórnun. Ég álít að skipting sameiginlegra stofna verði að byggjast á bestu vísindalegu gögnum og að í þessu sambandi skuli lögð aðaláhersla á svæðaskiptingu, fiskveiðar í sögulegu samhengi og gagnkvæma virðingu fyrir þörfum viðsemjenda fyrir veiðarnar. Þetta er reyndar samhljóma hafréttarsamningi. Vilji Íslendingar og Færeyingar að kröfur þeirra verði teknar alvarlega, þarf rökfærsla þeirra að byggjast á þeim grundvelli en ekki því að skammta sér sjálfir kvóta á óábyrgan hátt. Öll strandríki bera ábyrgð á því að stuðla að sjálfbærri þróun. Norðmenn og ESB bera ekki ein þá ábyrgð.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar