Hvar er fræðimaðurinn? Árni Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð.
Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar