Hvar er fræðimaðurinn? Árni Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gyða Margrét Pétursdóttir, aðstoðarkennari í kynjafræði við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 27. febrúar undir fyrirsögninni „Hvar er manndómurinn". Þar gerir hún að umræðuefni nokkur orð mín, sem féllu í útvarpsþætti 25. febrúar, þar sem m.a. var fjallað um bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar til ungrar stúlku. Þar sagði ég m.a., að með skrifum sínum hefði Jón Baldvin sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Því sleppti Gyða Margrét í grein sinni. Hún telur hins vegar, að eftirfarandi orð þáttastjórnanda og mín feli í sér dylgjur um að verið sé að koma pólitísku höggi á Jón Baldvin. Þáttastjórnandi spyr: „Er pólitík á bak við þetta heldurðu?" Ég svara: „Það kæmi mér ekkert á óvart." En Gyða Margrét heldur áfram og gefur það fyllilega í skyn, að með orðum mínum sé ég að skjóta skildi fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Þetta er í raun skelfilegur áburður, sem á sér enga stoð og gengur þvert á allar hugsanir mínar og afstöðu til þeirra manna og mála, sem fræðimaðurinn og kennarinn nefnir. Þetta mál allt er harmleikur, sem vart verður lýst með orðum. Málið hefur valdið ómældri sorg og skelfingu í fjölskyldum þolanda og geranda um langt árabil. Ég sagði í fyrrnefndum útvarpsþætti, að ég hefði haft veður af bréfum Jóns Baldvins í mörg ár. Innihald þeirra þekkti ég ekki. Ég hefði hins vegar álitið að málið væri úr sögunni og fyrirgefningarbeiðni Jóns tekin til greina. Það kom mér því algjörlega á óvart, þegar bréf Jóns Baldvins voru birt í tímariti. Ekki dreg ég í efa allan rétt þolandans til að birta bréfin, en lái mér hver sem vill undrun á tímasetningunni og tilganginum. Mér er hins vegar ljóst, að með orðum sínum og skrifum hefur Jón Baldvin oft skotið fast á tiltekna einstaklinga og þannig aflað sér óvinsælda og eignast hatursmenn. Þá sögu þekki ég vel og kæmi ekki á óvart þótt einhverjir vildu koma á hann höggi. Það voru hins vegar mistök af minni hálfu, að gera því skóna, að þetta tiltekna mál kynni að vera af pólitískum rótum runnið, án þess að rökstyðja það frekar. Hafi ég með þessum orðum aukið á angur þolandans í þessu máli, bið ég hana afsökunar Við Gyðu Margréti Pétursdóttur vil ég segja þetta: Fyrir þá setningu eina, að það kæmi mér ekki á óvart að á bak við þetta mál væri pólitík, þá gefurðu fyllilega í skyn, að ég bregðist í vörn fyrir síbrotamann, ofbeldismenn, skrímsli og kynferðisglæpamann. Öfgar af þessu tagi gera engum gagn. Fræðimaður og háskólakennari, sem svona skrifar, leggur ekki hlutlægt mat á heimildir og hverfur frá þeim kröfum, sem gerðar eru til akademískra fræðimanna. Hér má með sanni segja, að tilgangurinn helgi meðalið. Ég mun ekki eiga frekari orðaskipti um þetta mál. Umræðan gerir fátt annað en að auka á óhamingju hlutaðeigandi. En ég skil eftir spurninguna um það hvort fyrirgefningin eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá íslenskri þjóð.
Hvar er manndómurinn? Í þættinum Vikulokin á Rás 1 laugardaginn 25. febrúar var til umræðu kynferðisleg áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, gestur þáttarins sagði: „Ég held hins vegar að baki þessu máli liggi ýmislegt sem að kannski kemur í ljós á síðari stigum. Ég hafði veður af þessu bréfi fyrir mörgum árum, ég taldi að þetta mál væri algjörlega úr sögunni, því væri lokið og frágengið að öllu leyti og að fyrirgefningarbeiðni Jóns hefði verið tekin til greina en það virðist ekki vera og ég auðvitað velti því fyrir mér eins og svo margir hvað liggur að baki þörfinni fyrir það að birta þessi bréf nú svo mörgum árum eftir að þau voru skrifuð, ég átta mig ekki alveg á því." 27. febrúar 2012 11:00
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar