Náttúruminjasafn Íslands – Tímaskekkja? Hjörleifur Finnsson skrifar 29. febrúar 2012 06:00 Það er mögnuð reynsla að heimsækja Náttúrminjasafnið í Kalkútta, stofnað 1814 telst það eitt elsta sinnar tegundar í heiminum. Á Viktoríutímanum (1878) flutti svo safnið í núverandi byggingu, risastóra hvítkalkaða nýlenduherrabyggingu. Byggingin, sem ekki aðeins gaf „náttúrunni" veglegan sess í miðborg Kalkútta, miðlaði drottnun mannsins yfir náttúrunni og breska heimsveldisins yfir Indlandi. Að ganga úr einum risasal í annan, með alla veggi þakta sýningarskápum, þar sem hvert uppstoppaða dýrið bítur í skottið á næsta er stórmerkileg reynsla. Má með sanni segja að maður geti mikið lært af slíkri heimsókn. En ekki um náttúruna. Í því sem lítur út fyrir að vera lítið breytt útstilling frá því að safnið flutti, standa tígrisdýr, hlébarðar og skógarbirnir í árásarstellingu sem fulltrúar hinnar myrku náttúru sem maðurinn hefur sigrast á og beislað. Rétt eins og nýlenduherrarnir höfðu þvingað Indverja til að þjóna sínum markmiðum. Yfir öllu liggur tveggja sentimetra ryklag, loppan af tígrisdýrinu, skottið af hlébarðanum og glerauga bjarnarins liggja brotin á gólfinu sem segir okkur svo aðra sögu. Af heimsókn í náttúruminjasafnið í Kalkútta lærir maður ekki um náttúruna, heldur um menningu og sögu: Um vestræna menningu iðnvæðingar og nýlenduútþenslu og hvernig hún skilgreindi náttúruna sem manninum gefin til drottnunar. Náttúran og fræðslan um hanaÁ 19. öld, þegar skipsfarmarnir af furðudýrum fóru að streyma frá nýlendunum til stórborga hins vestræna heims, hófst gullöld náttúruminjasafnanna. Síðan þá hafa hugmyndir vestrænna manna breyst mikið. Menn gera sér í auknum mæli grein fyrir takmörkunum drottnunarafstöðu mannsins, að beislun náttúrunnar er í besta falli tvíeggjað sverð sem snúist gæti gegn manninum og að upphafning mannsins á sjálfum sér sem skynsemisveru gagnvart andstæðu sinni, náttúrunni, var og er tálsýn. Í samræmi við þessa þróun hefur vægi náttúruminjasafna (og dýragarða) minnkað á kostnað annarra leiða í fræðslu um náttúruna. Miðað við þarfir vestrænna borgarsamfélaga og stöðu náttúruvísinda, stendur ein leið upp úr: fræðsla úti í náttúrunni sjálfri. Allar aðrar fræðsluleiðir; bækur, bæklingar, söfn, margmiðlun, kvikmyndir, vefsíður, o.s.frv. eru hjálpartæki við þá óhjákvæmilegu leið til að kynnast náttúrunni: Að dvelja í henni. Náttúruminjasafn ÍslandsSamkvæmt lögum hefur Náttúrminjasafn Íslands miðlægt fræðsluhlutverk, því ber að safna saman og miðla þekkingu á náttúrunni til almennings og vera öðrum menntastofnunum til ráðgjafar í málefnum náttúrufræðslu. Með réttu ætti samhæfing allrar náttúrufræðslu landsins að fara í gegnum Náttúruminjasafn Íslands. Stofnunin hefur fyrst og fremst menntunar- og fræðsluhlutverk. Rannsóknarhlutverk þess er afar loðið enda Náttúrufræðistofnun Íslands sem annast náttúrufarsrannsóknir. Hlutverk og markmið Náttúruminjasafns Íslands eru að öðru leyti sett skýrt fram í lögunum sem um það gilda og skilgreina ágætlega hvar þarf að taka á náttúrufræðslu á Íslandi. Skynsamlegt ferli í uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands væri því að skilgreina leiðir sem endurspegla hlutverk þess og markmið. Þá myndi skipta miklu máli að forgangsraða leiðunum eftir áhrifamætti og gæðum þeirra en einnig eftir kostnaði þar sem seint mun fást ómælt fjármagn úr ríkiskassanum. Af umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Náttúruminjasafnsins á síðustu misserum má draga þá ályktun að forstöðumaður safnsins og fleiri einblíni á veglegt hús miðsvæðis í Reykjavík sem forsendu þess að stofnunin geti rekið hlutverk sitt. Að veglegt hús fullt af söfnuðum náttúruminjum (væntanlega með skottunum enn hangandi á) ásamt margmiðlunar-gimmiki og einhverju fleiru sé það sem geri stofnuninni kleift að ná markmiðum sínum. Þetta er rangt. Ekkert bendir til þess að hefðbundið Náttúruminjasafn sem kosta myndi fleiri milljarða króna myndi standast samanburð við aðrar leiðir til að ná sömu markmiðum, hvorki hvað varðar gæði né kostnað. Þvert á móti bendir flest til þess að flestar aðrar leiðir væru hagkvæmari og áhrifameiri en stórhýsi í miðbænum miðað við stöðu mála í náttúrufræðslu í dag. FramtíðinFlestir eru sammála um að Náttúruminjasafn Íslands ræki ekki lögboðið hlutverk sitt. Sumir virðast þó álíta að það stafi af skorti á steinsteypu, málmi og gleri í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert í lögunum um Náttúrminjasafn Íslands kveður á um það að hlutverk þess sé að reisa stórkarlalegar byggingar. Er það til of mikils mælst að athyglinni sé beint að raunverulegum og mikilvægum markmiðum Náttúrminjasafns Íslands, fræðslu til almennings um náttúru okkar og umhverfi? Náttúrufræðsla sem væri samtíma okkar samboðin færi ekki fram í rammgerðri viktorískri höll heldur úti í náttúrunni sjálfri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er mögnuð reynsla að heimsækja Náttúrminjasafnið í Kalkútta, stofnað 1814 telst það eitt elsta sinnar tegundar í heiminum. Á Viktoríutímanum (1878) flutti svo safnið í núverandi byggingu, risastóra hvítkalkaða nýlenduherrabyggingu. Byggingin, sem ekki aðeins gaf „náttúrunni" veglegan sess í miðborg Kalkútta, miðlaði drottnun mannsins yfir náttúrunni og breska heimsveldisins yfir Indlandi. Að ganga úr einum risasal í annan, með alla veggi þakta sýningarskápum, þar sem hvert uppstoppaða dýrið bítur í skottið á næsta er stórmerkileg reynsla. Má með sanni segja að maður geti mikið lært af slíkri heimsókn. En ekki um náttúruna. Í því sem lítur út fyrir að vera lítið breytt útstilling frá því að safnið flutti, standa tígrisdýr, hlébarðar og skógarbirnir í árásarstellingu sem fulltrúar hinnar myrku náttúru sem maðurinn hefur sigrast á og beislað. Rétt eins og nýlenduherrarnir höfðu þvingað Indverja til að þjóna sínum markmiðum. Yfir öllu liggur tveggja sentimetra ryklag, loppan af tígrisdýrinu, skottið af hlébarðanum og glerauga bjarnarins liggja brotin á gólfinu sem segir okkur svo aðra sögu. Af heimsókn í náttúruminjasafnið í Kalkútta lærir maður ekki um náttúruna, heldur um menningu og sögu: Um vestræna menningu iðnvæðingar og nýlenduútþenslu og hvernig hún skilgreindi náttúruna sem manninum gefin til drottnunar. Náttúran og fræðslan um hanaÁ 19. öld, þegar skipsfarmarnir af furðudýrum fóru að streyma frá nýlendunum til stórborga hins vestræna heims, hófst gullöld náttúruminjasafnanna. Síðan þá hafa hugmyndir vestrænna manna breyst mikið. Menn gera sér í auknum mæli grein fyrir takmörkunum drottnunarafstöðu mannsins, að beislun náttúrunnar er í besta falli tvíeggjað sverð sem snúist gæti gegn manninum og að upphafning mannsins á sjálfum sér sem skynsemisveru gagnvart andstæðu sinni, náttúrunni, var og er tálsýn. Í samræmi við þessa þróun hefur vægi náttúruminjasafna (og dýragarða) minnkað á kostnað annarra leiða í fræðslu um náttúruna. Miðað við þarfir vestrænna borgarsamfélaga og stöðu náttúruvísinda, stendur ein leið upp úr: fræðsla úti í náttúrunni sjálfri. Allar aðrar fræðsluleiðir; bækur, bæklingar, söfn, margmiðlun, kvikmyndir, vefsíður, o.s.frv. eru hjálpartæki við þá óhjákvæmilegu leið til að kynnast náttúrunni: Að dvelja í henni. Náttúruminjasafn ÍslandsSamkvæmt lögum hefur Náttúrminjasafn Íslands miðlægt fræðsluhlutverk, því ber að safna saman og miðla þekkingu á náttúrunni til almennings og vera öðrum menntastofnunum til ráðgjafar í málefnum náttúrufræðslu. Með réttu ætti samhæfing allrar náttúrufræðslu landsins að fara í gegnum Náttúruminjasafn Íslands. Stofnunin hefur fyrst og fremst menntunar- og fræðsluhlutverk. Rannsóknarhlutverk þess er afar loðið enda Náttúrufræðistofnun Íslands sem annast náttúrufarsrannsóknir. Hlutverk og markmið Náttúruminjasafns Íslands eru að öðru leyti sett skýrt fram í lögunum sem um það gilda og skilgreina ágætlega hvar þarf að taka á náttúrufræðslu á Íslandi. Skynsamlegt ferli í uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands væri því að skilgreina leiðir sem endurspegla hlutverk þess og markmið. Þá myndi skipta miklu máli að forgangsraða leiðunum eftir áhrifamætti og gæðum þeirra en einnig eftir kostnaði þar sem seint mun fást ómælt fjármagn úr ríkiskassanum. Af umfjöllun Fréttablaðsins um málefni Náttúruminjasafnsins á síðustu misserum má draga þá ályktun að forstöðumaður safnsins og fleiri einblíni á veglegt hús miðsvæðis í Reykjavík sem forsendu þess að stofnunin geti rekið hlutverk sitt. Að veglegt hús fullt af söfnuðum náttúruminjum (væntanlega með skottunum enn hangandi á) ásamt margmiðlunar-gimmiki og einhverju fleiru sé það sem geri stofnuninni kleift að ná markmiðum sínum. Þetta er rangt. Ekkert bendir til þess að hefðbundið Náttúruminjasafn sem kosta myndi fleiri milljarða króna myndi standast samanburð við aðrar leiðir til að ná sömu markmiðum, hvorki hvað varðar gæði né kostnað. Þvert á móti bendir flest til þess að flestar aðrar leiðir væru hagkvæmari og áhrifameiri en stórhýsi í miðbænum miðað við stöðu mála í náttúrufræðslu í dag. FramtíðinFlestir eru sammála um að Náttúruminjasafn Íslands ræki ekki lögboðið hlutverk sitt. Sumir virðast þó álíta að það stafi af skorti á steinsteypu, málmi og gleri í miðbæ Reykjavíkur. Ekkert í lögunum um Náttúrminjasafn Íslands kveður á um það að hlutverk þess sé að reisa stórkarlalegar byggingar. Er það til of mikils mælst að athyglinni sé beint að raunverulegum og mikilvægum markmiðum Náttúrminjasafns Íslands, fræðslu til almennings um náttúru okkar og umhverfi? Náttúrufræðsla sem væri samtíma okkar samboðin færi ekki fram í rammgerðri viktorískri höll heldur úti í náttúrunni sjálfri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar